Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

Veginum um Öræfasveit hefur verið lokað.
Veginum um Öræfasveit hefur verið lokað. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum.

Vegfarendum er bent á að fylgjast með upplýsingum um veður og færð á vef Vegagerðarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi á vefsíðu Vegagerðarinnar er heldur tekið að hvessa að nýju af norðaustri. 

Við það eykst skafrenningur víða um landið norðan- og austanvert og skyggni versnar. Hins vegar er minni éljagangur framan af kvöldi, en eykst síðan aftur til morguns. Hviður allt að 35 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi og  fram yfir miðnætti á Kjalarnesi. Þá má frá Lómagnúpi og austur undir Höfn í kvöld og fram eftir nóttu gera ráð fyrir staðbundnum sviptivindum allt að 40-45 m/s í hviðum og eins hálku þar í hita nærri frostmarki. 

Eins og sjá má á þessari mynd er þjóðveginum lokað …
Eins og sjá má á þessari mynd er þjóðveginum lokað frá Skaftafelli að Jökulsárlóni. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert