Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

Mikil hækkun eftirlitsgjalds mun leiða til hækkunar á gjaldskrám fyrirtækjanna.
Mikil hækkun eftirlitsgjalds mun leiða til hækkunar á gjaldskrám fyrirtækjanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna.

Þetta má lesa úr gögnum sem Morgunblaðið hefur aflað frá eftirlitsskyldum aðilum. Í ár stefnir í að viðskiptabankarnir þrír greiði samtals tæpa 1,2 milljarða króna í formi eftirlitsgjalds til FME. Nemur hækkunin milli ára að meðaltali 30,6%.

Hækkun eftirlitsgjalds er 42,4% hjá Íslandsbanka og 30,8% hjá Arion banka. Hækkunin hjá Landsbankanum nemur 21,8% en bankinn greiðir hæsta eftirlitsgjaldið til FME eða 437 milljónir króna í ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessa gjaldtöku í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert