Deilt um nokkur lykilatriði

Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní.
Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag og fór þá fram skýrslutaka af ákærða og vitnum. Aðalmeðferðin mun halda áfram á morgun þegar málflutningur saksóknara og verjanda fer fram.

Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið og málareksturinn, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða.

Óumdeilt er að Sveinn Gestur fór að heimili Arnars um kvöldið 7. júní á þessu ári ásamt Jóni Trausta Lútherssyni, tveimur bræðrum sem meðal annars komu við sögu í skotárásarmáli í Breiðholti í fyrra, starfsmanni Sveins og vinkonu Jóns Trausta.

Komið var á tveimur bílum og keyrt upp heimreiðina að Æsustöðum í Mosfellsdal að heimili Arnars og unnustu hans, en ellefu dögum áður höfðu þau eignast dóttur. Sveinn sem og allir sem komu með honum hafa sagt að þau komu til að sækja verkfæri sem Arnar var með í láni hjá Sveini. Þó hefur verið talið að heimsóknin gæti hafa tengst rukkunarmáli, en Arnar skuldaði Sveini einhvern pening, en ekkert kom þó fram um það í aðalmeðferðinni í dag sem benti til þess að heimsóknin hafi verið rukkun.

Töldu Arnar ætla að sækja skotvopn

Ljóst er að Arnar kom til dyra og Sveinn fór inn. Auk þess komu bræðurnir á eftir þeim. Síðar var ákveðið að fara niður á neðri hæð hússins og út, en þar verða frásagnirnar nokkuð mismunandi.

Aðalmeðferð í máli Sveins Gests Tryggvasonar sem er ákærður fyrir ...
Aðalmeðferð í máli Sveins Gests Tryggvasonar sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tenglsum við andlát Arnars Aspars.

Sveinn sagði að Arnar hefði sett sig í ógnandi stöðu og byrjað að veitast að sér. Unnusta Arnars sagðist hafa séð flesta úr hópnum hópast kringum Arnar og aðrir sem höfðu komið með Sveini voru honum nokkuð samhljóma um að Arnar hefði verið með æsing. Nokkur stigsmunur var hins vegar á hversu æstan þau töldu hann hafa verið.

Endaði það með að Arnar fór inn í nærliggjandi fjós til og virðist sem hópurinn hafi talið að hann væri að sækja skotvopn sem þau töldu hann búa yfir. Arnar kom aftur á móti aftur með kúst eða kústskaft sem hann notaði til að berja á bílum þeirra sem komu.

Umdeilt hvort reynt hafi verið að keyra Arnar niður

Fór fólkið af vettvangi með að keyra niður heimreiðina við Æsustaði, en umdeilt er hvort að reynt hafi verið að keyra yfir Arnar áður. Sagði unnusta hans og afi, sem var viðstaddur í húsinu á þessum tíma, að reynt hefði verið að keyra á hann nokkrum sinnum. Að lokum hafi bíll skollið á honum og hann fallið í jörðina með þeim afleiðingum að keyrt var yfir fótinn á honum.

Bílunum var næst keyrt niður heimreiðina og var stöðvað við hliðið út að veginum. Þar kom að nágranni Arnars sem keyrði svo upp að bænum. Er hann lykilvitni ákæruvaldsins þegar kemur að meintri líkamsárás á Arnar sem síðar var gerð.

Ber öllum aðilum saman um að Arnar hafi síðar komið með járnstöng og farið niður heimreiðina á eftir fólkinu. Jón Trausti er svo af flestum, meðal annars sjálfum sér, sagður hafa farið af stað á móti Arnari vopnaður öryggishamri. Nágranni Arnars segir hins vegar að bæði Sveinn og Jón Trausti hafi farið á móti honum. Ljóst er að Jón Trausti afvopnaði Arnar og hann reyndi að snúa við og hlaupa upp brekkuna en skrikaði í mölinni.

Frásögnin verður nokkuð ósamhljóða

Þegar hér er komið við sögu verður frásögn vitna nokkuð ósamhljóða. Í grunninn má skipta því þannig að nágranninn, unnustan og afinn segi að Sveinn hafi stokkið á Arnar og komið honum á magann og síðan látið barsmíðar dynja á honum. Sveinn hafi svo legið með þunga á Arnari, en sú staða er helst talin hafa orsakað öndunarerfiðleika hjá Arnari vegna æsingaóráðs sem svo hafi valdið dauða hans.

Önnur vitni og ákærði segja hins vegar að Jón Trausti hafi farið fyrstur á móti Arnari og afvopnað hann. Sveinn sjálfur sagði að Jón Trausti hafi veitt Arnari alla áverkana og hann hafi svo komið að og ekki viljað meiri meiðsl og því tekið við að halda Arnari niðri, sem hann sagði hafa verið mjög æstan. Hann hafi hins vegar haldið honum niðri með að halda höndum hans fyrir aftan bak sitjandi klofvega á rassinum á honum, en slíkt ætti líklegast ekki að geta valdið þeim atriðum sem eiga að hafa leitt Arnar til dauða.

Saksóknari og verjandi í málinu í upphafi aðalmeðferðar.
Saksóknari og verjandi í málinu í upphafi aðalmeðferðar.

Jón Trausti sjálfur staðfesti að hafa fyrst farið af stað, en neitaði að hafa veitt Arnari nokkra áverka. Sagðist hann hafa notað áratuga reynslu sína af dyravörslu til að ná Arnari niður með svokölluðu „dyravarðataki“ sem eigi að koma í veg fyrir meiðsli.

Vísaði Jón Trausti meðal annars til þess að hvorki hefðu fundist áverkar á hnúum hans eða á hamrinum sem Sveinn hafði sagt að hann hefði ráðist að Arnari með. Staðfesti lögreglumaður að ekkert blóð hefði fundist á hamrinum.

Á reiki hvenær ljóst var að Arnar væri látinn

Nokkur vitnanna voru óljós í frásögn af þessum atriðum og sagðist enginn úr hópnum sem kom með Sveini hafa séð hann veita Arnari áverka.

Þá var einnig nokkuð á reiki hvenær ljóst hafi orðið að Arnar væri látinn, en nokkur úr hópnum sögðu Jón Trausta hafa sagt það eftir að Sveinn tók við takinu af honum og kom niður í bílana aftur til að sækja síma sinn og vatn. Jón Trausti tók hins vegar alveg fyrir það.

Sendi mynd á Snapchat eftir að Arnar lést

Jón Trausti fór aftur upp að Arnari og Sveini og tók mynd og sendi á Snapchat og sagði hann að á þeim tímapunkti hafi honum ekki verið ljóst að Arnar væri látinn. Sagði Jón Trausti að ef hann hefði vitað að Arnar væri látinn þá hefði hann ekki sent myndina og þá sagði saksóknari að á myndskeiðinu komi ekkert fram sem hljómi eins og vitað sé að Arnar sé hættur að anda.

Eftir að ljóst var að Arnar væri hættur að anda byrjaði Sveinn hjartahnoð. Sagðist hann hafa haldið því áfram þangað til lögreglan kom. Nágranninn sagði að Sveinn hafi legið lengi ofan á Arnari með hálstakið og lamið hann og að Arnar hafi löngu verið hættur að hreyfa sig áður en farið var að athuga með hvort hann andaði og að Sveinn hæfi hjartahnoð.

Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang og hélt áfram að reyna að hnoða Arnar auk þess sem Jón Trausti, vinkona hans og Sveinn voru handtekin. Höfðu hinir þrír farið af vettvangi, en voru handteknir við Korputorg. Sem fyrr segir var Sveinn einn ákærður í málinu.

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...