Krafa um refsingu yfir Geirmundi lækkuð um tvö ár

Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun.
Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í Hæstarétti í morgun. Hefur krafa um refsingu í málinu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Geirmund af ákæru um umboðssvik í nóvember árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæruvaldið fram á fjögurra ára fangelsisrefsingu. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í byrjun janúar á þessu ári.

Helgi Magnús benti á það í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti að Geirmundur væri fullorðinn maður sem ætti við heilsubrest að stríða, það lægi fyrir samkvæmt læknisvottorði.

Hann sagði jafnframt að það væri ekki hægt að mæla með mildun refsingar á þeim forsendum að Geirmundur hefði gert grein fyrir brotum sínum og gengist við þeim, enda hefði hann reynt að varpa allri ábyrgð á undirmenn sína.

Helgi Magnús benti á á refsiramminn fyrir þau brot sem ákært væri fyrir væri sex ár. Hann sagði að við ákvörðun refsingar yrði að líta yrði til þeirrar áhættu sem var tekin, þeirra hagsmuna sem voru í húfi og þess tjóns sem varð. Ákæruvaldið fer því fram á að Geirmundi verði gert að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu.

Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.
Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. 

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.

Refsing gæti komið þungt niður á honum

Verjandi Geirmundar, Grímur Sigurðsson, fer fram á sýknu í málinu, en verði Geirmundur fundinn sekur fer hann fram á að refsing verði látin falla niður. Hann tók engu að síður fram að jákvætt væri að ákæruvaldið hefði lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.

Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt ...
Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt niður á Geirmundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grímur sagðist í málflutningi sínum ósammála ákæruvaldinu um að refsiramminn fyrir þau brot sem ákært er fyrir væri sex ár. Refsiramminn væri í raun tvö ár nema að um mjög alvarleg brot væri að ræða. Þá sagði Grímur það óumdeilt í málinu að ráðstafanir hefðu verið gerðar í þágu sparisjóðsins. Ákærði hefði ekki reynt að auðga sig eða aðra nákomna.

Grímur benti einnig á að málsmeðferðartíminn hefði verið langur, enda liðinn áratugur frá því hin meinta refsiverða háttsemi hefði átt sér stað.

Þá tiltók Grímur persónulegar ástæður þess að fella ætti refsingu niður ef Geirmundur yrði fundinn sekur. Líkt og kom fram í máli ákæruvaldsins þá benti hann að fyrir lægi læknisvottorð um að Geirmundur, sem væri á áttræðisaldri, glímdi við alvarleg veikindi. Í læknisvottorðinu væri jafnframt staðfest að yrði honum gerð refsing gæti það komið þungt niður á honum. Þá hefði málið komið illa við hann og fjölskyldu hans og að hann væri í raun búinn að taka út refsingu.

Benti Grímur á að hár aldur hefði áður haft áhrif á ákvörðun refsingar.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Heimavík
...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...