Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

Sveinn Gestur Tryggvason við aðalmeðferð málsins í dag.
Sveinn Gestur Tryggvason við aðalmeðferð málsins í dag. mbl.is

Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Í skýrslutöku hjá lögreglu hafði Sveinn ekki greint frá því að Jón Trausti hefði veitt Arnari áverka.

Sveinn er sá eini sem er ákærður í málinu, en hann fór ásamt Jóni Trausta og nokkrum öðrum upp í Mosfellsdal að heimili Arnars umræddan dag.

„Ég hafði ekki séð hann svona áður“

Við skýrslutöku yfir Sveini við aðalmeðferð málsins í dag sagði hann að tilgangur ferðarinnar hafi verið að sækja verkfæri sem hann ætti en voru í vörslu Arnars. Sagði hann að Arnar hafi komið til dyra, en verið undir áhrifum og æstur eftir því. „Ég hafði ekki séð hann svona áður,“ sagði Sveinn.

Segir hann Arnar svo aðeins hafa róast, en þegar þeir hafi verið komnir út hafi hann aftur æst sig og sett sig í ógnandi stöðu. „Hann var eins og kúreki að ná í eitthvað,“ sagði Sveinn og bætti við að hann hefði spurt Arnar hvort hann væri vopnaður en fengið neitandi svar.

Sveinn sagði að næst hafi Arnar byrjað að hrinda honum og slá til sín. „Mér brá og vildi komast úr þessum aðstæðum,“ sagði hann. Tveir bræður sem voru með Sveini í þessari ferð hafi reynt að grípa Arnar á þessum tímapunkti en hann slitið sig frá þeim og fallið í mölinni við húsið. Sagði Sveinn að sér hafi brugðið í þessum aðstæðum og viljað komast úr þeim.

Ber á milli um átök í brekkunni

Ekki er deilt um það í málinu að Arnar hafi sótt kúst og gert atlögu að bíl mannanna, en í framburði Sveins lýsti hann atlögunni sem mjög ágengri sem hafi endað með að Arnar braut rúðu bílsins sem Sveinn var í með kústinum. Þeir hafi svo keyrt niður hlaðið við heimili Arnars og ætlað í burtu, en Arnar komið á eftir þeim niður brekkuna með járnprik.

Framburður Sveins er á skjön við það sem hann sagði í fyrri skýrslutöku hjá lögreglu og framburð barnsmóður Arnars og nágranna sem var á staðnum.

Sagði Sveinn að Jón Trausti hefði farið upp brekkuna og mætt Arnari og þeir tekist mikið á. Jón Trausti hafi endað ofan á Arnari eftir talsverð átök þar sem hann hafi meðal annars lamið hann með neyðarhamri og Sveinn ekki viljað sjá hann meiða Arnar meira, enda hafi þeir verið vinir. Áður en hann fór að Arnari hringdi Sveinn hins vegar í lögregluna og var upptaka af því símtali spiluð í dómsalnum.

Átti að „choka hann út“

Sagði hann að Arnar hafi verið alblóðugur þegar hann kom að þeim Jóni Trausta. Í símtalinu heyrist Sveinn segja við Jón Trausta að „choka hann út“ (innsk. blaðamanns: svæfa hann með hengingartaki) og svaraði Sveinn því til að hann hefði viljað fá Arnar rólegan þangað til lögreglan mætti á staðinn. Svo hafi hann sagt að hann myndi taka við „chokinu“, en Sveini var umtalað um að Arnar og Jón Trausti hafi ekki verið góðir vinir og hann hafi viljað koma í veg fyrir að hann myndi gera meira við Arnar. Sveinn hafi svo eftir þetta haldið höndum Arnars fyrir aftan bak þangað til hann hafi áttað sig á því að hann andaði ekki og þá hafið endurlífgun.

Í símtalinu við Neyðarlínuna heyrist Sveinn einnig öskra fúkyrði á Arnar þar sem hann væntanlega liggur á jörðinni. Sagði hann fyrir dómi að hann hafi ekki vitað á þessum tíma í hvernig ástandi Arnar var. „Sé rosalega mikið eftir því sem ég sagði.“

Ætlaði í guðfræðinám og trúarbragðafræðslu

Verjandi Sveins spurði hann einnig hvort hann væri fíkniefnaneytandi eða handrukkari og svaraði Sveinn því neitandi þótt hann hafi fiktað við fíkniefni á einhverjum tímapunktum. Á þeim tímapunkti sem þetta kom upp hafi hann verið búinn að koma upp garðaþjónustu og nýlega stofnað líkamsræktarstöð. Hann hafi einnig haft þau framtíðarplön að fara í trúarbragðafræðslu og guðfræðinám. „Ég bjóst aldrei við að vera á þessum stað,“ sagði hann.

Spurður um misræmið á milli skýrslutökunnar hjá lögreglu og svo fyrir dómi varðandi þátt Jón Trausta, sem hann hafði áður sagt að hafi ekki lamið Arnar, sagði Sveinn að hann hafi búist við að Jón Trausti myndi sjálfur segja frá því eða að lögreglan myndi komast að þessu við rannsóknina. Hann hafi ekki viljað koma Jóni Trausta í meiri vandræði en þyrfti. „Ég sé eftir því,“ sagði hann.

mbl.is

Innlent »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps

08:58 Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

05:30 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
Bækur
Til sölu fullt af alls kyns bókum, upplýsingar í síma 8920213...
 
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...