Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

Sveinn Gestur við upphaf aðalmeðferðar í dag.
Sveinn Gestur við upphaf aðalmeðferðar í dag. ljósmynd/mbl.is

Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna. Aðalmeðferð málsins er hafin, en hún mun standa í dag og á morgun. Hefur Sveinn Gestur setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp.

Dagurinn hófst hjá dóminum með að fara í vettvangsferð í Mosfellsbæ þar sem meint brot átti sér stað. Á ellefta tímanum hófst svo aðalmeðferðin. Áætlað er að aðalmeðferðin standi í dag og á morgun.

Þröngt á þingi í dómsal

Nokkur fjöldi aðstandenda bæði Sveins og Arnars er mættur í dómsalinn auk fjölmiðlafólks og voru ekki nógu mörg sæti fyrir alla viðstadda. Brugðust dómverðir við og bættu við stólum í salinn.

Fjölmiðlafólk var mætt fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn, en samkvæmt dagskrá á vef dómsins átti aðalmeðferðin að hefjast þá. Hins vegar var um ranga skráningu að ræða og hófst málið ekki fyrr en í dag.

Ákærður fyrir stófellda líkamsárás en ekki manndráp

Í ákæru málsins er Arn­ar sagður hafa kafnað vegna mik­ill­ar minnk­un­ar á önd­un­ar­hæfni sem olli ban­vænni stöðukæf­ingu sem má rekja til ein­kenna æs­ing­sóráðs vegna þvingaðrar fram­beygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arn­ari í eftir að hafa ráðist að honum.

Sveinn er ekki ákærður fyr­ir mann­dráp, en í ákær­unni leiðir áverka­lýs­ing­in til lýs­ing­ar á bana­meini Arn­ars sem er sögð köfn­un vegn­ar þeirr­ar stöðu sem Arn­ar var þvingaður í af Sveini.

Sveinn er sagður hafa haldið hönd­um Arn­ars fyr­ir aft­an bak þar sem Arn­ar lá á mag­an­um og tekið hann hálstaki og slegið hann ít­rekað í and­lit og höfuð með kreppt­um hnefa. Eru af­leiðing­ar þess­ar árás­ar tald­ar hafa valdið and­láti Arn­ars.

Sveinn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá því að árás­in átti sér stað.

Er Sveinn ákærður með vís­an til 2. máls­grein­ar 218. grein­ar al­mennra hegn­ing­ar­laga, en hún tek­ur á stór­felldu lík­ams- eða heilsutjóni sem skap­ast af árás og ef brotaþoli hlýt­ur bana af.

„Nú hlýst stór­fellt lík­ams- eða heilsutjón af árás eða brot er sér­stak­lega hættu­legt vegna þeirr­ar aðferðar, þ.á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sæt­ir lík­ams­árás, hlýt­ur bana af at­lögu, og varðar brot þá fang­elsi allt að 16 árum.]“ 

Í einka­kröfu í mál­inu fara ­for­eldr­ar Arn­ars  fram á sam­tals 9 millj­ón­ir í miska­bæt­ur auk út­far­ar­kostnaðar. Fyr­ir hönd 15 ára dótt­ur Arn­ars er farið fram á 5 millj­ón­ir í miska­bæt­ur auk missis fram­fær­anda til 18 ára ald­urs. Fyr­ir hönd ný­fæddr­ar dótt­ur Arn­ars er farið fram á rúm­lega 18 millj­ón­ir og unn­usta og barn­s­móðir Arn­ars fer fram á tæp­lega 30 millj­ón­ir í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert