Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

mbl.is/Þórður Arnar

Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi.

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eru yfirheyrslur í gangi yfir fólkinu, sem er á fertugs- og fimmtugsaldri.

Það var handtekið eftir húsleit lögreglu á þremur stöðum í Reykjavík. Á tveimur þeirra voru þrjár konur á þrítugsaldri. Verið er að rannsaka hvort þær séu þolendur mansals.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert