Geir segist virða niðurstöðuna

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Var hann þar dæmdur fyrir að hafa í aðdrag­anda falls viðskipta­bank­anna þriggja haustið 2008 brotið gegn 17. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar þar sem kveðið er á um að skyldu til þess að halda ráðherra­fundi um mik­il­væg stjórn­ar­mál­efni.

Í tilkynningunni fer Geir yfir málið og segir að hann hafi unnið landsdómsmálið efnislega á sínum tíma. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig,“ segir hann.

Segir Geir að sagan sýni að margar þær ákvarðanir sem hann hafi borið ábyrgð á og skipt mestu í aðdraganda og kjöfar hrunsins hafi verið þjóðinni til gæfu og forðað „henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna.

Geir segir að ýmsa lærdóma megi draga af ferlinu í kringum landsdómsmálið, sem hafi tekið alls sjö ár. Segir hann að í stjórnmálum eigi menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi og segist hann vona það innilega að íslenskir stjórnmálamenn muni aldrei aftur feta þennan veg sem var farinn í málinu.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Í morgun barst niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem ég bar undir dómstólinn vegna málshöfðunar naums meirihluta Alþingis gegn mér fyrir Landsdómi haustið 2010. Upphafleg ákæruatriði voru sex talsins en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá dómi og sýknaði mig vorið 2012 af alvarlegustu ákæruatriðunum. Níu dómarar af fimmtán sakfelldu mig hins vegar án refsingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 nægilega í ríkisstjórn. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð.

Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttarfar að þingmenn færu með ákæruvald og að meirihluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu.

Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu.

-----

Sagan og samanburður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarðanir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins voru þjóðinni til gæfu og forðuðu henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna, sem ég varaði við í ávarpi til þjóðarinnar daginn sem neyðarlögin voru sett.

Allt orkar tvímælis þá gert er og eðlilegt að ákvarðanir ráðamanna á erfiðum tímum séu rýndar og endurmetnar. Ég hef alltaf verið tilbúinn til að svara fyrir mín störf í aðdraganda bankahrunsins og ekki skorast undan pólitískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki tilbúinn til þess að una mótbárulaust þeim málatilbúnaði sem lá að baki landsdómsmálinu þar sem efnt var til refsimáls á flokkspólitískum forsendum vegna pólitískra ákvarðana. Ég vona innilega að íslenskir stjórnmálamenn feti þann veg aldrei aftur.

Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur

-----

Mannréttindadómstóllinn hefur haft mál mitt til meðferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá bankahruninu. Langt ferli er því að baki.

Ýmsa lærdóma má draga af þessu ferli og verður vonandi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði.

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...