Möguleikar ÍNN skoðaðir

Frá útsendingu ÍNN.
Frá útsendingu ÍNN. mbl.is/Golli

Forsvarsmenn Íslands nýjasta nýtt (ÍNN) skoða nú, í samráði við skiptastjóra, hvaða möguleikar standa sjónvarpsstöðinni til boða eftir að hún var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum.

„Eina sem ég veit er að það er hópur manna að vinna í viðræðum við skiptastjóra og skoða aðra möguleika og hvað hægt er að gera. Hvort það sé hægt að kaupa af skiptastjóra eða stofna eitthvað nýtt, menn eru bara með þetta í skoðun,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsmaður á ÍNN, í Morgunblaðinu í dag.

„Ég veit ekkert hvenær niðurstaða liggur fyrir, ég er náttúrlega bara gamall karl og vona að ungir athafnamenn vilji halda þessu áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert