Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

Sigketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls. Horft er til suðurs …
Sigketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls. Horft er til suðurs og er Ingólfshöfði í baksýn. mbl.is/RAX

Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma.

Hann var spurður hvernig nýlegar hræringar í Öræfajökli rímuðu við niðurstöður rannsókna hans. „Ég reyndi að kortleggja lágmarksfjölda eldgosa í fjallinu undanfarin 10.000 ár. Ég skoðaði bara ljósu gjóskulögin, það er vikurlögin. Það höfðu orðið fjögur súr gos í Öræfajökli á þessu tímabili og öll frekar lítil.

Það gætu hafa orðið fleiri eldgos á þessum tíma sem framleiddu dökka gjósku. Ég skoðaði líka samhengið á milli ísbráðnunar og tíðni eldgosa. Ákveðnar vísbendingar voru um að eftir því sem meira bráðnar af jöklinum aukist líkurnar á að það komi eldgos,“ segir Hjalti í umfjölluin um eldstöðina í Öræfajökli í Morgunblaðinu í dag.

Hjalti J. Guðmundsson.
Hjalti J. Guðmundsson. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »