Allt að 50 flóttamenn koma

Tekið á móti sýrlenskum flóttamönnunum á Akureyri.
Tekið á móti sýrlenskum flóttamönnunum á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að fólkinu yrði boðin alþjóðleg vernd á Íslandi. Haldið var fjögurra daga námskeið þar sem fjallað var um íslenskt samfélag, réttindi, skyldur og jafnrétti. Þá var fjallað um stöðu flóttafólks almennt og reynt að svara þeim spurningum sem brunnu á fólkinu.

Íslenska sendinefndin fundaði eftir heimkomu með flóttamannanefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ekki liggur fyrir hversu mörgum einstaklingum verður boðið að koma til landsins á næsta ári en það mun skýrast á allra næstu vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert