„Enginn stoppaði hann af“

Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi en hann ligg­ur und­ir sterk­um grun …
Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi en hann ligg­ur und­ir sterk­um grun um kyn­ferðis­brot gagn­vart tveim­ur ung­um dætr­um sín­um sem varðað geta 16 ára fang­elsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég man eftir því að hann var að „grooma“ mig. Við vorum inni í svefnherbergi, það var þokkafullt lag á og hann var að tala um kynlíf við mig. Þetta var áður en hann fór að brjóta á mér,“ segir Guðrún Kjartansdóttir í viðtali við Stundina.

Pabbi hennar var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn henni árið 1991 og situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn tveimur yngri systrum Guðrúnar.

Guðrún var fimm ára þegar pabbi hennar hóf að misnota hana en foreldrar hennar skildu þegar hún var fjögurra ára. Þegar hún gisti hjá föður sín deildu þau feðgin rúmi.

Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og sagði þetta vera um tíu til fimmtán skipti á um eins árs tímabili þegar hún var frá fimm til sex ára gömul. Hann kvaðst hafa áttað sig á því að hann væri að misnota dóttur sína kynferðislega þegar hann var að vakna.

„Eins og hann sagði fyrir dómi þá rakst hann óvart inn á mig, obbosí, bara vaknaði og var að gera hluti, æ æ, eins og hann réði ekki við sig. Fyrir vikið hefði hann farið að sofa í buxum, til að koma í veg fyrir þetta,“ segir Guðrún.

Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi en hann ligg­ur und­ir sterk­um grun um kyn­ferðis­brot gagn­vart tveim­ur ung­um dætr­um sín­um sem varðað geta 16 ára fang­elsi. „Það er sárt að hugsa til þess að pabbi hafi bara getað fundið sér nýja konu, eignast önnur börn og enginn stoppaði hann af,“ segir Guðrún.

Tvíburabróðir föður Guðrúnar varð fyrir fimm árum uppvís að því að hafa brotið gegn barni og var dæmdur. Hún hélt alltaf að frændinn væri góði bróðirinn, enda er hann ekkert skrímsli. Guðrún segir að það eigi líklega líka við um pabba hennar, fæstum dytti í hug að hann væri maður sem færi illa með börn:

„En hann getur það bara alveg. Hann veit að það er rangt en gerir það samt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar fyrir barnið sem hann brýtur á. Svo lítur hann á sig sem fórnarlamb gjörða sinna og virðist fyrirmunað að axla ábyrgð á því.“  

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

„Það er sárt að hugsa til þess að pabbi hafi …
„Það er sárt að hugsa til þess að pabbi hafi bara getað fundið sér nýja konu, eignast önnur börn og enginn stoppaði hann af,“ segir Guðrún. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert