Bjarg byggir 75 íbúðir á Akureyri

Samkomulagið undirritað. Frá vinstri: Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Elín Björg ...
Samkomulagið undirritað. Frá vinstri: Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, ætlar að byggja 75 íbúðir á Akureyri á næstu þremur árum í samstarfi við bæjarfélagið. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta góða viðbót við húsnæðismarkaðinn og bærinn komi að málinu í því skyni að bæta aðgengi tekjulægri hópa að öruggu leiguhúsnæði.

Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að danskri fyrirmynd og hafa samningar þegar verið gerðir um uppbyggingu í Reykjavík og Hafnarfirði.

Viljayfirlýsing um samstarf Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags var undirrituð í bæjarstjórnarsalnum í dag. Það felur í sér að bærinn veiti 12% stofnframlag til byggingar 75 nýrra íbúða á vegum félagsins á Akureyri á næstu þremur árum, sem sé gert í ljósi þeirra brýnu verkefna sem blasi við í húsnæðismálum. Akureyrarbær hefur nú þegar gefið vilyrði um úthlutun á lóð að Guðmannshaga 2 í nýjasta hverfi bæjarins, Hagahverfi, fyrir a.m.k. 18 íbúðir og fram til ársins 2020 verður úthlutað lóðum fyrir samtals 75 leiguíbúðir í bænum.

Í tilkynningu segir að við uppbyggingu skuli horft „til atriða eins og félagslegrar blöndunar, yfirbragðs, íbúalýðræðis og hönnunar og skal það útfært nánar í samvinnu aðila.“

Akureyrarkaupstaður gerði það að skilyrði fyrir veitingu stofnframlags til verkefnisins að fjölskyldusvið Akureyrarbæjar hefði að jafnaði ráðstöfunarrétt að 20% íbúða, samkvæmt sérstöku samkomulagi sem aðilar gera um hvert verkefni.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þetta framtak íbúðafélagsins Bjargs á Akureyri sé góð viðbót við húsnæðismarkaðinn og að Akureyrarbær komi beint að þessu góða máli í því skyni að bæta aðgengi tekjulægri hópa að öruggu leiguhúsnæði.

„Framundan er krefjandi verkefni sem Bjarg mun leysa af metnaði og í samvinnu við heimamenn,“ segir Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, og fagnar samstarfinu við Akureyrarbæ.

Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, sagði við þetta tækifæri gríðarlega mikilvægt að fólk hefði öruggt leiguhúsnæði á verði sem það réði við.

Gylfi Arnbjörnsson, formaður stjórnar Bjargs og forseti Alþýðusambands Íslands, sagði að Bjarg hygði á starfsemi um allt land og stefnan væri sú að það ferli sem nú væri að hefjast myndi standa lengi. „Við erum að hefja langt og farsælt samstarf.“

Gylfi sagði sveitarfélög sinna þeim sem væru í mestum vanda en síðan verkamannabústakerfið var lagt niður hefði ákveðinn hópur í raun verið afskiptur; það fólk gæti ekki keypt sér húsnæði því það fengi ekki lánsheimildir í fjármálastofnunum og væri þess vegna illa statt. „Það er efni þessa samkomulags að við erum að staðsetja okkur þarna á milli; við viljum passa að enginn lendi á milli skips og bryggju,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson.

Samkomulagið undirrituðu Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, og Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ.

mbl.is

Innlent »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti yfir á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo umræðunnar. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Toyota Yaris 2007 - 690.000
Keyrður 109.000 km. Sjáfskiptur og lítur mjög vel út. Nýskoðaður athugasemdala...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...