Bjarg byggir 75 íbúðir á Akureyri

Samkomulagið undirritað. Frá vinstri: Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Elín Björg ...
Samkomulagið undirritað. Frá vinstri: Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Gylfi Arnbjörnsson stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, ætlar að byggja 75 íbúðir á Akureyri á næstu þremur árum í samstarfi við bæjarfélagið. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta góða viðbót við húsnæðismarkaðinn og bærinn komi að málinu í því skyni að bæta aðgengi tekjulægri hópa að öruggu leiguhúsnæði.

Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að danskri fyrirmynd og hafa samningar þegar verið gerðir um uppbyggingu í Reykjavík og Hafnarfirði.

Viljayfirlýsing um samstarf Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags var undirrituð í bæjarstjórnarsalnum í dag. Það felur í sér að bærinn veiti 12% stofnframlag til byggingar 75 nýrra íbúða á vegum félagsins á Akureyri á næstu þremur árum, sem sé gert í ljósi þeirra brýnu verkefna sem blasi við í húsnæðismálum. Akureyrarbær hefur nú þegar gefið vilyrði um úthlutun á lóð að Guðmannshaga 2 í nýjasta hverfi bæjarins, Hagahverfi, fyrir a.m.k. 18 íbúðir og fram til ársins 2020 verður úthlutað lóðum fyrir samtals 75 leiguíbúðir í bænum.

Í tilkynningu segir að við uppbyggingu skuli horft „til atriða eins og félagslegrar blöndunar, yfirbragðs, íbúalýðræðis og hönnunar og skal það útfært nánar í samvinnu aðila.“

Akureyrarkaupstaður gerði það að skilyrði fyrir veitingu stofnframlags til verkefnisins að fjölskyldusvið Akureyrarbæjar hefði að jafnaði ráðstöfunarrétt að 20% íbúða, samkvæmt sérstöku samkomulagi sem aðilar gera um hvert verkefni.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þetta framtak íbúðafélagsins Bjargs á Akureyri sé góð viðbót við húsnæðismarkaðinn og að Akureyrarbær komi beint að þessu góða máli í því skyni að bæta aðgengi tekjulægri hópa að öruggu leiguhúsnæði.

„Framundan er krefjandi verkefni sem Bjarg mun leysa af metnaði og í samvinnu við heimamenn,“ segir Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, og fagnar samstarfinu við Akureyrarbæ.

Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, sagði við þetta tækifæri gríðarlega mikilvægt að fólk hefði öruggt leiguhúsnæði á verði sem það réði við.

Gylfi Arnbjörnsson, formaður stjórnar Bjargs og forseti Alþýðusambands Íslands, sagði að Bjarg hygði á starfsemi um allt land og stefnan væri sú að það ferli sem nú væri að hefjast myndi standa lengi. „Við erum að hefja langt og farsælt samstarf.“

Gylfi sagði sveitarfélög sinna þeim sem væru í mestum vanda en síðan verkamannabústakerfið var lagt niður hefði ákveðinn hópur í raun verið afskiptur; það fólk gæti ekki keypt sér húsnæði því það fengi ekki lánsheimildir í fjármálastofnunum og væri þess vegna illa statt. „Það er efni þessa samkomulags að við erum að staðsetja okkur þarna á milli; við viljum passa að enginn lendi á milli skips og bryggju,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson.

Samkomulagið undirrituðu Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Elín Björg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Bjargi og formaður BSRB, og Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Bjargs og forseti ASÍ.

mbl.is

Innlent »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níu leytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »

Í vímu yfir á rauðu ljósi

07:31 Ökumaður vélhjóls, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók gegn rauðu ljósi og á bifreið á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Hlýtt á Norðausturlandi

06:50 Veðurstofan varar við varasömum aðstæðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum vegna vindhviða í dag og kvöld. Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi en hlýju og þurru á Norðausturlandi. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

06:30 „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Í gær, 21:40 „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...
Silkihana
Flottir silkihanar til sölu, 3000 kr stk. s. 6956570...
Fatnaður
...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...