Grannt fylgst með jöklinum

Vel er fylgst með Öræfajökli.
Vel er fylgst með Öræfajökli. mbl.is/RAX

Óvissustig er í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli síðustu daga. „Við förum ekki á gult stig nema það sé eitthvað mikið að gerast,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan fylgist vel með íslenskum eldfjöllum og er Öræfajökull að sögn „í gjörgæslu“ um þessar mundir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekki er þó víst að goss sé að vænta. Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri ÍSOR, sagði fyrir helgi að eldsumbrot væru í raun hafin og líklegast að kvikan væri komin mjög nálægt yfirborði. Bætir hann þó við að það segi ekkert til um framhaldið og mögulega hafi verið um stakan atburð að ræða.

Bárðarbunga olli breytingum á allri jarðskorpunni

Veðurstofan fylgist vel með íslensku eldfjöllunum. Þó betur með sumum en öðrum og eru þau undir sérstöku eftirliti. Nú um stundir er Öræfajökull „í gjörgæslu“, ef svo má segja. Auk þess er fylgst vel með Bárðarbungu, Heklu og Kötlu. Þá er vitað að Grímsvötn gjósa mjög oft og því full ástæða til að fylgjast vel með þeim. Einnig hefur verið jarðskjálftavirkni sem líklega tengist djúpstæðum kvikuhreyfingum á svæði milli Öskju og Herðubreiðar.

Hekla hefur verið talin tilbúin í gos um nokkurt skeið. Kristín sagði að vissulega væru merki um kvikusöfnun undir henni. Um leið hefði þó verið mjög lítil jarðskjálftavirkni við Heklu. „Þetta er flókið ferli. Það er ekki bara kvikusöfnunin sem veldur breytingum og aflögun jarðskorpu. Bárðarbunguumbrotin sem leiddu til gossins í Holuhrauni ollu til dæmis breytingum í jarðskorpunni sem mælast um allt land. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert