„Kvöld eitt missti hann þolinmæðina og nauðgaði mér“

62 frásagnir kvenna í #met­oo-hópi kvenna í sviðslist­um og kvik­mynda­gerð …
62 frásagnir kvenna í #met­oo-hópi kvenna í sviðslist­um og kvik­mynda­gerð hafa birst opinberlega.

„Ég var að leika í sýningu og varð hrifin af ljósamanninum. Við byrjuðum að hittast og ég vildi fara rólega og bíða með kynlíf þangað til við þekktumst betur. Kvöld eitt missti hann þolinmæðina og nauðgaði mér.“

Þetta er ein af 62 frásögnum kvenna í #met­oo-hópi kvenna í sviðslist­um og kvik­mynda­gerð sem birtast nú í fjölmiðlum. 

„Ég mætti ósofin og í áfalli á æfingu daginn eftir. Ég skalf og titraði við tilhugsunina um að hann vofði hátt yfir höfðinu á mér, að elta mig með eltiljósi. Mér fannst ég fangelsuð. Í hádeginu gat ég ekkert borðað, og þá sagði aðalleikarinn hátt og hæðnislega yfir borðið, svo allir heyrðu: Æ æ, mölvaði ljósamaðurinn í þér hjartað? Svo fór hann að hlæja.“ 

Sögurnar eru af ýmsum toga þar sem greint er meðal annars frá nauðgun, þukli á kynfærum, káfi og kossum; allt niður í 14 ára börn. 

„Ég var 14 ára þegar ég lék í minni fyrstu kvikmynd, og ég lék stelpu á aldrinum 12-17 ára í myndinni. Ég var fullorðinsleg eftir aldri án búnings. Nokkrir í „crewinu“ voru alveg með það á heilanum hvort ég væri hrein mey eða ekki. Og það er ekki fyrr en núna að ég skil hvað þetta var lasið - ég í alvöru leit á þetta sem jákvæða athygli, að kannski þætti þeim ég sæt.“ Þetta er ein af 62 sögunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert