Brýnt að bæta símasambandið

Öræfajökull úr lofti. Sigketillinn sést greinilega.
Öræfajökull úr lofti. Sigketillinn sést greinilega. mbl.is/RAX

Á milli fimmtíu og sextíu manns í ferðaþjónustu í Öræfasveit og nágrenni komu saman á fundi í Freysnesi í morgun. Dagskrá fundarins var með svipuðu sniði og á almennum íbúafundi sem haldinn var í gær, vísindamenn fóru yfir stöðuna í Öræfajökli og lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrým­ingaráætl­un­ar sem gef­in var út fyr­ir helgi.

„Þetta var sama yfirferð og við vorum með í gær. Svipaðar umræður, það var farið yfir framhaldið og komið á samvinnu og samstarfi með þessum aðilum,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavörnum.

Hann sagði ferðaþjónustufólk á svæðinu hafa lýst nokkrum áhyggjum af fjölmiðlaumfjöllun um aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli.

„Allar fréttir og öll umfjöllun um þetta hefur oft bein áhrif á starfsemina hjá þeim. Það er ekkert verið að hugsa endilega um íslensku fjölmiðlana því að okkar reynsla af þeim er yfirleitt mjög góð og fremur vandaður fréttaflutningur af þessu. Menn hafa nýtt sér það að það er greiður aðgangur að vísindamönnum og þeim sem eru hjá Almannavörnum til að fá réttar og sem bestar upplýsingar. Umfjöllun erlendra fjölmiðla er ekki alltaf jafn vönduð. Þeir eru ekki að eltast við smáatriði, þar sem þeirra lesendur vita ekki hvernig landið liggur hérna og þess háttar. Þetta er bara svipað og við höfum upplifað í öðrum atburðum hjá okkur,“ segir Rögnvaldur.

Ferðafólk á göngu í Öræfum.
Ferðafólk á göngu í Öræfum. mbl.is/RAX

Ferðaþjónustufólk hefur einnig lýst yfir áhyggjum af símasambandinu í nágrenni jökulsins, en ljóst er að það þarf að vera í góðu lagi ef til þess kemur að rýma þurfi svæðið. Þá verða send smáskilaboð í alla símana á svæðinu og mikilvægt er að þau rati rétta leið.

„Það er ekki alls staðar gott farsímasamband á svæðinu og það er vinna sem við erum búin að setja í gang með Póst- og fjarskiptastofnun. Ferðaþjónustufólk og íbúar fengu spurningalista með allskonar spurningum um svæðið, þar á meðal varðandi fjarskipti og fleira í þeim dúr, sem hjálpar okkur að stýra okkar fókus.“

Skilst að Vodafone séu lagðir af stað

Olga M. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustuklasans Ríki Vatnajökuls sótti fundinn og segir að öryggi bæði íbúa og ferðamanna á svæðinu skipti mestu máli. Í því samhengi sé símasambandið mikilvægt.

„Það er verið að tala um að laga símabandið strax, svo að allir geti fengið sms ef eitthvað gerist. Mér skilst að Vodafone séu bara lagðir af stað hingað og að það eigi að vera komið betra samband á morgun á allavega einhverjum svæðum,“ segir Olga í samtali við mbl.is.

GSM-samband innan samanlagðra dreifikerfa Símans, Nova og Vodafone í Öræfum ...
GSM-samband innan samanlagðra dreifikerfa Símans, Nova og Vodafone í Öræfum og nágrenni, eins og staðan var í apríl/maí á þessu ári. Fjólublár litur merkir símasamband. Ljósmynd/Skjáskot af vef Póst- og fjarskiptastofnunar

Hún staðfestir að umfjöllun fjölmiðla hafi komið aðeins til tals á fundinum. „Það var aðeins minnst á það að vera ekki með neinn æsifréttastíl á þessu. Það eru allir rólegir hér og öllum líður vel, en fólk vill náttúrlega vera upplýst.“

Fréttir í síðustu viku fældu einhverja frá svæðinu. „Það var aðeins um daginn, eftir frétt hjá Vísi, þá voru einhverjar afbókanir og einhverjar fyrirspurnir. Það er mikilvægt að koma upplýsingum á ensku til ferðamanna líka og mikilvægt að fjölmiðlar geri svolítið í því að upplýsa þá líka,“ segir Olga.

Á ensku: Frétt Iceland Monitor um neyðarrýmingaráætlun

mbl.is

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...