Brýnt að bæta símasambandið

Öræfajökull úr lofti. Sigketillinn sést greinilega.
Öræfajökull úr lofti. Sigketillinn sést greinilega. mbl.is/RAX

Á milli fimmtíu og sextíu manns í ferðaþjónustu í Öræfasveit og nágrenni komu saman á fundi í Freysnesi í morgun. Dagskrá fundarins var með svipuðu sniði og á almennum íbúafundi sem haldinn var í gær, vísindamenn fóru yfir stöðuna í Öræfajökli og lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrým­ingaráætl­un­ar sem gef­in var út fyr­ir helgi.

„Þetta var sama yfirferð og við vorum með í gær. Svipaðar umræður, það var farið yfir framhaldið og komið á samvinnu og samstarfi með þessum aðilum,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavörnum.

Hann sagði ferðaþjónustufólk á svæðinu hafa lýst nokkrum áhyggjum af fjölmiðlaumfjöllun um aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli.

„Allar fréttir og öll umfjöllun um þetta hefur oft bein áhrif á starfsemina hjá þeim. Það er ekkert verið að hugsa endilega um íslensku fjölmiðlana því að okkar reynsla af þeim er yfirleitt mjög góð og fremur vandaður fréttaflutningur af þessu. Menn hafa nýtt sér það að það er greiður aðgangur að vísindamönnum og þeim sem eru hjá Almannavörnum til að fá réttar og sem bestar upplýsingar. Umfjöllun erlendra fjölmiðla er ekki alltaf jafn vönduð. Þeir eru ekki að eltast við smáatriði, þar sem þeirra lesendur vita ekki hvernig landið liggur hérna og þess háttar. Þetta er bara svipað og við höfum upplifað í öðrum atburðum hjá okkur,“ segir Rögnvaldur.

Ferðafólk á göngu í Öræfum.
Ferðafólk á göngu í Öræfum. mbl.is/RAX

Ferðaþjónustufólk hefur einnig lýst yfir áhyggjum af símasambandinu í nágrenni jökulsins, en ljóst er að það þarf að vera í góðu lagi ef til þess kemur að rýma þurfi svæðið. Þá verða send smáskilaboð í alla símana á svæðinu og mikilvægt er að þau rati rétta leið.

„Það er ekki alls staðar gott farsímasamband á svæðinu og það er vinna sem við erum búin að setja í gang með Póst- og fjarskiptastofnun. Ferðaþjónustufólk og íbúar fengu spurningalista með allskonar spurningum um svæðið, þar á meðal varðandi fjarskipti og fleira í þeim dúr, sem hjálpar okkur að stýra okkar fókus.“

Skilst að Vodafone séu lagðir af stað

Olga M. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustuklasans Ríki Vatnajökuls sótti fundinn og segir að öryggi bæði íbúa og ferðamanna á svæðinu skipti mestu máli. Í því samhengi sé símasambandið mikilvægt.

„Það er verið að tala um að laga símabandið strax, svo að allir geti fengið sms ef eitthvað gerist. Mér skilst að Vodafone séu bara lagðir af stað hingað og að það eigi að vera komið betra samband á morgun á allavega einhverjum svæðum,“ segir Olga í samtali við mbl.is.

GSM-samband innan samanlagðra dreifikerfa Símans, Nova og Vodafone í Öræfum ...
GSM-samband innan samanlagðra dreifikerfa Símans, Nova og Vodafone í Öræfum og nágrenni, eins og staðan var í apríl/maí á þessu ári. Fjólublár litur merkir símasamband. Ljósmynd/Skjáskot af vef Póst- og fjarskiptastofnunar

Hún staðfestir að umfjöllun fjölmiðla hafi komið aðeins til tals á fundinum. „Það var aðeins minnst á það að vera ekki með neinn æsifréttastíl á þessu. Það eru allir rólegir hér og öllum líður vel, en fólk vill náttúrlega vera upplýst.“

Fréttir í síðustu viku fældu einhverja frá svæðinu. „Það var aðeins um daginn, eftir frétt hjá Vísi, þá voru einhverjar afbókanir og einhverjar fyrirspurnir. Það er mikilvægt að koma upplýsingum á ensku til ferðamanna líka og mikilvægt að fjölmiðlar geri svolítið í því að upplýsa þá líka,“ segir Olga.

mbl.is

Innlent »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...