Segir víravegrið ekki verri en hefðbundin

Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Ólafur Kr. Guðmundsson, tæknistjóri alþjóðlegu vegaöryggissamtakanna EuroRAP á Íslandi, segir það ekki rétt sem ýmsir bifhjólamenn halda fram að víravegrið séu stórhættuleg bifhjólamönnum.

„Þetta er bara ekki rétt. Það var farið yfir þessi mál fyrir tíu árum og í ljós kom að það er ekki marktækur munur á þeim og hefðbundnum vegriðum,“ segir Ólafur við mbl.is. Hann bætir við að bæði hefðbundin vegrið og víravegrið séu slæm fyrir bifhjólafólk.

Víravegrið á Suðurlandsvegi.
Víravegrið á Suðurlandsvegi. mbl.is/Júlíus

Það snýst ekki um vírinn heldur uppistöðurnar. Svona ostaskeraslys, eins og bifhjólamenn tala stundum um, hafa aldrei orðið í heiminum,“ fullyrðir Ólafur.

Ólafur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann talaði um hættu járngirðinga meðfram götum en sagði víravegrið allt annan handlegg, þau væru viðurkenndur búnaður.

Vírinn er svo sterkur að til að mynda fyrir þremur vikum fór trukkur út af á Hellisheiði og einn vír stoppaði hann.“

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng og bendir á frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar frá árinu 2015. Þar kemur einnig fram að víravegrið séu ekki verri fyrir vélhjólafólk en önnur vegrið.

Hér má sjá að fyrir nokkrum árum bjargaði vegrið trúlega …
Hér má sjá að fyrir nokkrum árum bjargaði vegrið trúlega ökumanni frá því að lenda í spennuvirkinu við Korputorg. mbl.is/Ingvar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert