Stjórnin boðar „stórsókn“ í menntamálum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir er nýr mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er nýr mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar í stjórnarsáttmála sínum „stórsókn í menntamálum“, en Lilja Dögg Alfreðsdóttur varaformaður Framsóknarflokksins mun gegna embætti mennta- og menningarmálaráðherra á kjörtímabilinu.

Í inngangsorðum kaflans um menntun og vísindi segir að lögð verði rík áhersla á að „efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi“. Nýsköpun og þróun verði að efla á öllum skólastigum, enda sé menntun kjarninn í nýsköpun til framtíðar.

Lögð er áhersla á ríkið þurfi að beita sér til að bregðast við kennaraskorti, í samstarfi við sveitarfélög og stéttarfélög. Þá þurfi að stuðla að aukinni viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum.

Í sáttmála nýrrar stjórnar segir að nýsköpun og þróun verði ...
Í sáttmála nýrrar stjórnar segir að nýsköpun og þróun verði að efla á öllum skólastigum. mbl.is/Hari

Vilji nýrrar ríkisstjórnar er að tryggja framhaldsskólum „frelsi og fjármagn til eigin stefnumótunar innan ramma framhaldsskólalaga og kanna kosti sveigjanlegra skólaskila,“ en þegar talað er um sveigjanleg skólaskil er átt við þau skil sem eru á milli leik- og grunnskóla og grunn- og framhaldsskóla. Sveigjanleiki á skilunum þarna á milli gæti til dæmis falist í því að grunnskólanemar geti tekið áfanga við framhaldsskóla í fjarnámi, eða að börn á fimmta aldursári geti hafið nám í grunnskóla.

Áhersla á að efla iðnnám, verk- og starfsnám

Aukin tækniþekking til að auka samkeppnishæfni íslensk samfélags virðist nýrri ríkisstjórn ofarlega í huga. Þá verður iðnnám, verk- og starfsnám eflt, „í þágu fjölbreytni og öflugra samfélags.“ Sérstök áhersla verður einnig lögð á listnám og í sáttmálanum segir að unnið verði að lausn á húsnæðismálum Listaháskóla Íslands á kjörtímabilinu.

Markmið ríkisstjórnarinnar varðandi fjármögnun háskólastigsins stefna að því að Íslandi nái meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 og Norðurlanda árið 2025, í samræmi við áætlanir Vísinda- og tækniráðs. Aukið fjármagns til háskólastigsins muni skipta sköpum fyrir bæði kennslu og rannsóknir í íslenskum háskólum.

Jafnrétti til náms óháð aðstæðum

Í stjórnarsáttmálanum segir að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum verði meginmarkmið. Þá segir einnig að endurskoða þurfi löggjöf um framhaldsfræðslu og setja skýran ramma um starfsemi menntastofnana og samstarf þeirra við atvinnulífið.

Námslánakerfið verður endurskoðað í samstarfi við námsmannahreyfingar og í þeirri vinnu verður lögð áhersla á jafnrétti til náms, skilvirkni og námsstyrkja kerfi að norrænni fyrirmynd.

Einnig stendur til að fjármögnuð verði aðgerðaáætlun um máltækni, þannig að íslensk tunga verði gjaldgeng í stafrænum heimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann. Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...