Vilja „gera betur en Parísarsamkomulagið“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Umhverfismál eru veigamikil í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í sáttmálanum segir að stefnt sé að því að „gera betur en Parísarsamkomulagið“, með því að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Landverndar frá árinu 2011, verður umhverfisráðherra, utan þings, en hann var skipaður í embætti af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Meginforsenda loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins, en í sáttmálanum er bent á að hvergi í heiminum hafi hitastigshækkun orðið jafnmikil og á norðurslóðum. Ísland eigi því að efla rannsóknir á súrnun sjávar í samráði við vísindasamfélagið ogsjávarútveginn.

Þá setur ríkisstjórnin sér það markmið að ná 40% samdrætt í losun gróðurhúsalofttegunda , miðað við árið 1990, fyrir árið 2030. 

Kolefnishlutleysi Íslands skal síðan nást í síðasta lagi árið 2040. Því verður náð með „varanlegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en einnig með breyttri landnotkun í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og með hliðsjón af vistkerfisnálgun og skipulagssjónarmiðum,“ að því er segir í sáttmálanum. 

Kolefnisgjald verður hækkað um 50% á næstunni og verður svo áfram hækkað á næstu árum í takt við væntanlega aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þá verður undanþágum frá kolefnisgjaldi fækkað.

Ívilnanir til nýfjárfestinga taki tillit til loftslagsáhrifa

Atvinnugreinar, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög verða studd af ríkinu í þeirri viðleitni að setja sér loftslagsmarkmið og ríkisstjórnin stefnir að því að allar stærri áætlanir íslenska ríkisins verði metnar út frá loftslagsmarkmiðum.

Til að mynda munu ívilnanir til nýfjárfestinga byggjast á því að verkefnin hafi verið metin út frá loftslagsáhrifum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um samdrátt í gróðurhúsalofttegundum. Lögð verður áhersla á að allir geirar samfélagsins og almenningur taki þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Sérstakt Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð. Í þeirri aðgerðaáætlun verða meðal annars sett markmið um samgöngur og það hlutfall ökutækja sem ganga fyrir vistvænni orku í bílaflota landsmanna, orkunýtni í atvinnulífinu, innleiðingu alþjóðlegra samninga um vernd hafsins, græn skref í ríkisrekstri og loftslagssjóð og stefnt verður að banni við notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands.

Stefnt er að því að auka hlutfall ökutækja sem ganga ...
Stefnt er að því að auka hlutfall ökutækja sem ganga fyrir vistvænni orku í bílaflota landsmanna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þá verður gengið til samstarfs við sauðfjárbændur um kolefnisjöfnun greinarinnar í samræmi við aðgerðaáætlun þar um. Einnig verður unnið með öðrum atvinnugreinum að sambærilegum verkefnum.

Þjóðgarður verður stofnaður á miðhálendinu

Ekki verður ráðist í línulagnir yfir hálendið og stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Einnig verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum skoðaðir.

Í sáttmálanum segir að það verði forgangsverkefni að nýta þá orku sem þegar hefur verið virkjuð með sem hagkvæmustum hætti. Í því skyni þurfi að treysta flutnings- og dreifikerfi raforku um allt land. Þá þurfi að setja lög um vindorkuver.

Stefnt er að því að setja langtímaorkustefnu í samráði allra flokka á kjörtímabilinu. Eigendastefna Landsvirkjunar mun taka mið af þessari orkustefnu, sem mun byggjast á „áætlaðri orkuþörf til langs tíma miðað við stefnu stjórnvalda, til að mynda um orkuskipti og hvernig megi tryggja raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf.“

Í málefnasamningnum segir að sérstök áhersla verði lögð á friðlýsingar kosta í verndarflokki rammaáætlunar „auk verndarsvæða í samræmi við náttúruverndaráætlun með hliðsjón af
áformum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.“

Ríkisstjórnin vill stofna þjóðgarð á miðhálendinu.
Ríkisstjórnin vill stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þá segir að með „bókhaldi náttúruauðlinda“ sé hægt að auka yfirsýn yfir auðlindir landsins og skilgreina nýtingu þeirra með sjálfbærni að leiðarljósi.

Átak gegn einnota plasti

Ríkisstjórnin hyggst ráðast í langtímaátak gegn einnota plasti, með sérstakri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og hreinsun plasts úr umhverfi lands og stranda. Í sáttmálanum segir einnig að gera þurfi átak á fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga, en „veruleg þörf“ sé á uppbyggingu í málaflokknum.

Þá segir að endurskoða þurfi löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum í náttúru Íslands. Dýralífið sé hluti af íslenskri náttúru, sem beri að vernda.

mbl.is

Innlent »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Andlát: Einar Sigurbjörnsson

05:30 Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta og fimmta aldursári. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »

Benda hvorir á aðra

05:30 Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Meira »

Semja skýrslu um bankastjóralaun

05:30 Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Meira »

Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk

05:30 Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Meira »

Verða opnar áfram

05:30 „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi. Meira »

Verðið lægra en gengur og gerist

05:30 Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug. Meira »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »

Egill Eðvarðsson heiðraður

Í gær, 22:35 Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu-verðlaunum. Meira »

Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi

Í gær, 22:25 Einar Bárðarson dæmdi í kvöld í söngvakeppni þýska ríkissjónvarpsins (d. Unser lied für Israel), en Einar er landsmönnum meðal annars kunnugur fyrir að hafa samið lagið Birta (e. Angel) sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2001 auk fjölda annarra slagara. Meira »

Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Eldur kom upp í bifreið á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar um áttaleytið í kvöld.  Meira »

Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Í gær, 22:05 Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga. Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn. Meira »

Vinna með virtu fólki í bransanum

Í gær, 21:45 „Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson. Meira »

Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík

Í gær, 21:38 Lögreglan í Ólafsvík hefur lokað fyrir umferð á hafnarsvæði bæjarins vegna fiskikara og ruslatunna sem fjúka um svæðið. Auk hífandi roks er sjávarstaða afar há, en vindhviður í Ólafsvík hafa farið allt upp í 27 metra á sekúndu í kvöld. Meira »

1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku

Í gær, 21:30 Landsréttur dæmdi karlmanni 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti í tvo sólarhringa auk einangrunar í sex sólarhringa. Maðurinn var grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku í félagi við fjóra aðra menn. Meira »
Falleg 5herb. 140m2 íb. 221 Hafnarfirði.
Falleg 5 herb. íb. (4svh.) í lyftublokk á Völlunum í Hafnarf. Skápar í öllum hb....
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagnir,...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Armbandsúr frá YRSA Reykjavík og PL Paris
Dömu og herraúr í miklu úrvali og á mjög sanngjörnu verði. 2ja ára ábyrgð. Vasaú...