Íslendingur í fangelsi á Taílandi

Í Thailandi er afgreiðslutími áfengis takmarkaður.
Í Thailandi er afgreiðslutími áfengis takmarkaður. AFP

Íslenskur karlmaður hefur setið í fangelsi á Taílandi síðan í lok september. Hann bíður dóms. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið.

Í Morgunblaðinu í dag segir að maðurinn hafi verið handtekinn þegar hann veittist að starfsfólki stórmarkaðs og úðaði að því piparúða.

Ástæða árásarinnar, samkvæmt heimildum, er að maðurinn fékk ekki að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma en áfengi er aðeins selt á ákveðnum tímum dags í Taílandi. Þegar starfsfólk stórmarkaðarins neitaði manninum um afgreiðslu á áfengi missti hann stjórn á sér, veittist að því, dró upp piparúða og beitti honum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: