SA vill aðgangsstýringu í háskóla

Nær hvarvetna er aðgangi að háskólum stýrt.
Nær hvarvetna er aðgangi að háskólum stýrt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Koma verður á aðgangsstýringu í háskólanámi að norrænni fyrirmynd, sem byggist á hlutlægum og málefnalegum grundvelli og takmarkar ekki jafnrétti til náms. Þetta er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins leggja til í samantekt um háskólanám á Íslandi.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs samtakanna, segir Ísland vera einstakt á Norðurlöndum og eitt örfárra Evrópulanda, sem stýra ekki aðgangi að námi á háskólastigi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þessu þarf að breyta ef íslenskt háskólanám á að standast norrænan samanburð. Vandinn er fólginn í því fjármagn til háskólanna ræðst fyrst og fremst af fjölda nemenda en fjármagn á hvern nemanda hefur ekki aukist. Fyrir vikið heldur norræni samanburðurinn um fjárframlög á hvern nemanda áfram að vera óhagstæður,“ segir Davíð og bendir á að vandinn liggi í fjármögnunarlíkaninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert