Skiptir miklu máli að vera fyrstur

<div> <div> <div>

<span>„Mér finnst skipta mjög miklu máli að geta verið fyrirmynd einhverra sem eiga erfitt með að viðurkenna eða sætta sig við kynhneigð sína,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra en hann verður fyrsti samkynhneigði karlráðherra þjóðarinnar. </span>

<span>mbl.is ræddi við Guðmund Inga í dag en hann segir að Katrín Jakobsdóttir hafi fyrst borið það upp við hann að verða ráðherra í gær. Hlutirnir hafa því breyst hratt hjá honum undanfarinn sólarhring.</span>

<span>Guðmundur Ingi er með BSc próf í líffræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Yale háskóla í Bandaríkjunum. Hann var framkvæmdastjóri Landverndar 2011-2017 er hann tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.</span>

<span>Guðmundur Ingi hefur áður starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Þá starfaði hann á Veiðimálastofnun á Hólum í Hjaltadal á námsárum sínum. Guðmundur Ingi hefur verið stundakennari í nokkrum námskeiðum við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Guðmundur Ingi hefur einnig starfað sem landvörður á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði.</span>

<span>Guðmundur Ingi tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og var fyrsti formaður félagsins frá 2007 til 2010. Guðmundur Ingi er núverandi formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.</span>

</div> </div> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert