Yfirlýsing ekki nóg og krefjast aðgerða

Konur fyrir hönd #metoo kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð skora …
Konur fyrir hönd #metoo kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð skora á formenn fagfélaga innan starfsviðsins.

Konur fyrir hönd #metoo kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð skora á formenn fagfélaga innan starfsviðsins að kynna umbótatillögur innan þriggja mánaða, sem unnar eru af hópi þar sem hvert fagfélag á sér fulltrúa. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Því miður eru fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum, ásamt konum sem látið hafa vita af ofbeldi sem þær eru beittar, fái á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi tekjutapi og útskúfun. Gerendur sem hafa verið reknir vegna áreitni eða ofbeldis á einum stað eru einfaldlega ráðnir annars staðar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Í tilkynningunni er bent á að síðustu sólarhringa hafa stofnanir og samtök brugðist við með því að senda frá sér yfirlýsingar hins vegar ríkir enn þögn, til að mynda í Menntamálaráðuneyti og Kvikmyndaskóla Íslands. Yfirlýsing sem kom frá SAVÍST er gagnrýnt og greint frá því að hún hafi vakið fleiri spurningar en svör. „Við krefjumst þess að orðum fylgi athafnir og skorum á fagfélögin okkar um að svara neyðarkallinu sem konur í stéttinni hafa sent út.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Orðunum er beint til: 

Birna Hafstein, Félag íslenskra leikara
Friðrik Þór Friðriksson, Samtök íslenskra kvikmyndaleikstjóra
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Félag kvikmyndagerðarmanna
Irma Gunnarsdóttir, Félag íslenskra listdansara
Katrín Gunnarsdóttir, Danshöfundafélag Íslands
Kristinn Þórðarson, Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðanda
Margrét Örnólfsdóttir, Félag leikskálda og handritshöfunda
Páll Baldvin Baldvinsson, Félag leikstjóra á Íslandi
Rebekka Ingimundardóttir, Félag leikmynda- og búningahönnuða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert