Hafði tengsl til Íslands

Slobodan Praljak skellir í sig eitrinu.
Slobodan Praljak skellir í sig eitrinu. AFP

Slobodan Praljak, fyrrverandi yfirmaður í króatíska hernum, hafði fjölskyldutengsl til Íslands.

Ásgeir Friðgeirsson, fyrrverandi tengdasonur Slobodans, segir hann hafa verið mann sem tekið hafi verið eftir hvar sem hann fór, að því er fram kemur í samtali við Ásgeir í Morgunblaðinu í dag.

Ásgeir var kvæntur stjúpdóttur Slobodans og kynntist honum á árunum 1997-2003. Slobodan fyrirfór sér við dómsuppkvaðningu Stríðsglæpadómstólsins í Haag á miðvikudag þegar staðfest var yfir honum tuttugu ára fangelsisvist fyrir glæpi gegn mannkyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »