„Takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki“

Gray Line gæti þurft að greiða um 440.00 krónur á ...
Gray Line gæti þurft að greiða um 440.00 krónur á dag fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll.

Hækka þarf verð hjá fyrirtækjum hópferðabíla um 30-50% til þess að koma til móts við gjaldtöku á bílastæðum við Leifsstöð. „Við erum ekki á móti því að greiða fyrir bílstæði við flugstöðina, það eru bara takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, í samtali við mbl.is.

Gætu þurft að greiða um 440 þúsund á dag

Stærri bifreiðar gætu þurft að greiða svipað gjald á dag og þau greiða fyrir mánuðinn í dag sem er 450.000 krónur. „Það var ekkert haft samráð við fyrirtæki hópferða um þessa gjaldtöku en við vissum af henni,“ segir Þórir og bendi á að Isavia hafi haft samráð við leigubílstjóra og breytt gjaldskrá eftir athugasemdir frá þeim. 

Reiknað er með að áætlunarferðir Gray Line verði um 20 til 25 ferðir á dag frá flugstöðinni frá 1. mars.  „Þá þurfum við að borga í kringum 440 þúsund á dag eða jafn mikið og við borgum fyrir heilan mánuð í dag fyrir að vera upp við flugstöðina.“ En þau bílastæði sem taka á gjald fyrir frá 1. mars eru töluvert lengra frá.

Þórir telur að verð hjá hópferðabílum sem sækja farþega í flugstöðina hækki um 30-50%. „Að tilkynna þetta með 3 mánaða fyrirvara þegar menn eru búnir að gefa út verð fyrir næsta ár er náttúrulega ósvífin framkoma.“

Ríkið þurfi að setja reglur um bílastæðagjöld

Þá hefur Þórir áhyggjur af því hvort þessi gjaldataka muni áhrif áhrif á önnur bílastæði á landinu. „Ef ríkisfyrirtækið Isavia kemst upp með svona gjaldskrá á bílastæði við flugstöðina hvernig verður gjaldskrá vítt og breitt um landið?“ spyr Þórir og bætir við að honum þyki nauðsynlegt að ríkið setji reglur um að hvað teljist eðlilegt bílastæðagjald.

Smærri hóp­ferðabif­reiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 krón­ur og stærri bif­reiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krón­ur. Þá skiptir ekki máli hversu lengi þú stoppar. „Til samanburðar er þetta gjald 3.000 krónur á Þingvöllum,“ segir Þórir og á það við fyrir stærri bifreiðar.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray line, er ósáttur við fyrirhugaða gjaldskrá ...
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray line, er ósáttur við fyrirhugaða gjaldskrá Isavia.

Gjaldtakan liður í að efla tekjustofn

Í tilkynningu fá Isavia segir að gjaldtakan sé liður í því að efla tekjustofna til þess að „standa straum af stærsta fram­kvæmda­tíma­bili í sögu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.“ Þórir segist velta því fyrir sér hvernig framkvæmdir sé átt við.

 „Það sem liggur alveg fyrir og þarf nauðsynlega að fara í er að bæta aðstöðuna inni í flugstöðinni, sérstaklega sem snýr að tengifarþegum til þess að geta eflt Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll milli Evrópu og Ameríku en á að láta farþega sem fara til Reykjavíkur greiða það niður?“

Gjaldskráin hefði þurft að liggja fyrir

Hóp­bíl­ar og Kynn­is­ferðir áttu hæstu til­boð sem bár­ust í útboði Isa­via á aðstöðu fyr­ir hóp­ferðabif­reiða við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Alls bár­ust þrjú til­boð en Gray Line átti lægsta til­boðið.

Þórir segir útboðið hafa verið þrískipt. Í fyrsta lagi átti að greiða 450 þúsund á mánuði fyrir bílastæði alveg upp við flugstöð, þá átti að greiða vissa upphæð á mánuði fyrir bás inni í flugstöðinni og í síðasta lagi átti að bjóða ákveðna upphæð fyrir það að hafa betri aðgang að viðskiptavinum flugstöðvarinnar.

„Við gerum okkar áætlanir og  göngum út frá því að við séum að greiða sambærilegt fyrir bílastæði sem er þarna á fjarstæðunum, eins og greitt er fyrir flugrútuna í dag. En maður átti aldrei von á því að við þyrftum að fara að borga uppbyggingu í flugstöðinni.“ Þórir segir mögulegt að fleiri kynnu að hafa hugsað sig um og tekið þátt í uppboðinu ef gjaldskráin hefði legið fyrir fyrirfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kveikt í gervigrasi á ÍR-vellinum

00:10 Kveikt var í gervigrasrúllum á umráðasvæði ÍR í Breiðholti í kvöld. Búið var að slökkva eldinn með handslökkvitæki er slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang. Meira »

Byssa fannst hjá bílþjófum

Í gær, 22:59 Í morgun stöðvuðu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu par á stolnum bíl, en í bílnum fundust einnig fíkniefni og skotvopn, en búið var að saga framan af hlaupi byssunnar og stytta skeftið. Meira »

Íslendingar forðist að elta Breta

Í gær, 22:30 Allyson Pollock hefur staðið í málaferlum við breska ríkið vegna breytinga á opinbera heilbrigðiskerfi landsins. Í lögsókninni naut hún stuðnings enska eðlisfræðingsins Stephen Hawking, sem hún segir í samtali við mbl.is að hafi brunnið fyrir NHS. Meira »

Gerðardómur eins og happadrættismiði

Í gær, 21:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að um leið og ljósmæður myndu samþykkja að setja deiluna í gerðardóm missi þær samningsumboð sitt og að á það geti þær ekki fallist, án þess að hafa einhverja tryggingu um hækkanir umfram áður felldan samning. Meira »

Hringvegurinn í sjötta sæti

Í gær, 20:25 Ferðalag um íslenska hringveginn er í sjötta sæti á lista yfir heimsins bestu ferðalög (e. The World‘s Best Journeys) sem settur var saman af kanadísku ferðaskrifstofunni Flight Network í samstarfi við rúmlega fimm hundruð aðra aðila. Meira »

Öflugasta hljóðkerfi í sögu Íslands

Í gær, 20:20 Mikill hasar verður í Laugardalnum næstu vikuna þar sem að undirbúningur fyrir tónleika Guns N‘ Roses er farinn á fullt. Um 160 manns koma að verkefninu sem er gríðarlega umfangsmikið. Hljóðkerfið verður það stærsta í íslenskri tónlistarsögu, segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna. Meira »

Vinna stöðvuð á þaki húss

Í gær, 19:27 Vinnueftirlitið bannaði vinnu á þaki húss við Nethyl 2b í Reykjavík, þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum. Meira »

Tekist „ótrúlega vel“ þrátt fyrir vætu

Í gær, 19:20 Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni, segir malbikunarverkefni sumarsins á landinu öllu ganga vel þrátt fyrir vætutíð. Skilyrði til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu ekki verið með besta móti og því hafa stór verkefni setið nokkuð á hakanum það sem af er sumri. Meira »

Samherji keypti í Eimskip

Í gær, 18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

Í gær, 18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

Í gær, 17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Ástandið versnað hraðar en búist var við

Í gær, 17:05 Forstjóri Landspítalans segir ástandið á spítalanum hafa versnað hraðar en búist hefði verið við og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að loka meðgöngu- og sængurkvennadeild og hætta með 12 vikna sónar, muni ekki duga lengi. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

Í gær, 16:55 Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

Í gær, 15:55 Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

Í gær, 15:50 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Krefur Steingrím um skýr svör

Í gær, 15:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn, vegna ávarps Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundi Alþingis á Þingvöllum í gær. Meira »

Loka meðgöngu- og sængurlegudeild

Í gær, 15:35 Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað á morgun og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu í kjölfar uppsagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Meira »

Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram

Í gær, 15:23 „Það er mjög alvarlegt ef fulltrúi ljósmæðra túlkar hugmynd ríkissáttasemjara með þeim hætti að það sé ekkert í henni annað en gamli samningurinn,“ segir Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Skammgóður vermir

Í gær, 15:15 Duglega hefur sést til sólar á suðvesturhorninu í dag. Blíðan er þó skammgóður vermir að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands því strax í fyrramálið verður farið að rigna á suðvesturhorninu og engin sól í kortunum næstu daga. Meira »
VW Passat Highline '06
VW Passat Ár 2005 Akstur 193.000 Eldsneyti Bensín Skipting Sjálfskiptur ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Til sölu Opel Vectra árg. 2000
Til sölu Opel Vectra árg 2000 einn með öllu,skoðaður 2019 ekin 123000km ný framd...