„Takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki“

Gray Line gæti þurft að greiða um 440.00 krónur á ...
Gray Line gæti þurft að greiða um 440.00 krónur á dag fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll.

Hækka þarf verð hjá fyrirtækjum hópferðabíla um 30-50% til þess að koma til móts við gjaldtöku á bílastæðum við Leifsstöð. „Við erum ekki á móti því að greiða fyrir bílstæði við flugstöðina, það eru bara takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, í samtali við mbl.is.

Gætu þurft að greiða um 440 þúsund á dag

Stærri bifreiðar gætu þurft að greiða svipað gjald á dag og þau greiða fyrir mánuðinn í dag sem er 450.000 krónur. „Það var ekkert haft samráð við fyrirtæki hópferða um þessa gjaldtöku en við vissum af henni,“ segir Þórir og bendi á að Isavia hafi haft samráð við leigubílstjóra og breytt gjaldskrá eftir athugasemdir frá þeim. 

Reiknað er með að áætlunarferðir Gray Line verði um 20 til 25 ferðir á dag frá flugstöðinni frá 1. mars.  „Þá þurfum við að borga í kringum 440 þúsund á dag eða jafn mikið og við borgum fyrir heilan mánuð í dag fyrir að vera upp við flugstöðina.“ En þau bílastæði sem taka á gjald fyrir frá 1. mars eru töluvert lengra frá.

Þórir telur að verð hjá hópferðabílum sem sækja farþega í flugstöðina hækki um 30-50%. „Að tilkynna þetta með 3 mánaða fyrirvara þegar menn eru búnir að gefa út verð fyrir næsta ár er náttúrulega ósvífin framkoma.“

Ríkið þurfi að setja reglur um bílastæðagjöld

Þá hefur Þórir áhyggjur af því hvort þessi gjaldataka muni áhrif áhrif á önnur bílastæði á landinu. „Ef ríkisfyrirtækið Isavia kemst upp með svona gjaldskrá á bílastæði við flugstöðina hvernig verður gjaldskrá vítt og breitt um landið?“ spyr Þórir og bætir við að honum þyki nauðsynlegt að ríkið setji reglur um að hvað teljist eðlilegt bílastæðagjald.

Smærri hóp­ferðabif­reiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 krón­ur og stærri bif­reiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krón­ur. Þá skiptir ekki máli hversu lengi þú stoppar. „Til samanburðar er þetta gjald 3.000 krónur á Þingvöllum,“ segir Þórir og á það við fyrir stærri bifreiðar.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray line, er ósáttur við fyrirhugaða gjaldskrá ...
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray line, er ósáttur við fyrirhugaða gjaldskrá Isavia.

Gjaldtakan liður í að efla tekjustofn

Í tilkynningu fá Isavia segir að gjaldtakan sé liður í því að efla tekjustofna til þess að „standa straum af stærsta fram­kvæmda­tíma­bili í sögu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.“ Þórir segist velta því fyrir sér hvernig framkvæmdir sé átt við.

 „Það sem liggur alveg fyrir og þarf nauðsynlega að fara í er að bæta aðstöðuna inni í flugstöðinni, sérstaklega sem snýr að tengifarþegum til þess að geta eflt Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll milli Evrópu og Ameríku en á að láta farþega sem fara til Reykjavíkur greiða það niður?“

Gjaldskráin hefði þurft að liggja fyrir

Hóp­bíl­ar og Kynn­is­ferðir áttu hæstu til­boð sem bár­ust í útboði Isa­via á aðstöðu fyr­ir hóp­ferðabif­reiða við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Alls bár­ust þrjú til­boð en Gray Line átti lægsta til­boðið.

Þórir segir útboðið hafa verið þrískipt. Í fyrsta lagi átti að greiða 450 þúsund á mánuði fyrir bílastæði alveg upp við flugstöð, þá átti að greiða vissa upphæð á mánuði fyrir bás inni í flugstöðinni og í síðasta lagi átti að bjóða ákveðna upphæð fyrir það að hafa betri aðgang að viðskiptavinum flugstöðvarinnar.

„Við gerum okkar áætlanir og  göngum út frá því að við séum að greiða sambærilegt fyrir bílastæði sem er þarna á fjarstæðunum, eins og greitt er fyrir flugrútuna í dag. En maður átti aldrei von á því að við þyrftum að fara að borga uppbyggingu í flugstöðinni.“ Þórir segir mögulegt að fleiri kynnu að hafa hugsað sig um og tekið þátt í uppboðinu ef gjaldskráin hefði legið fyrir fyrirfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Verð íbúða á Akureyri aldrei hærra

05:30 Fjölgun íbúa, gott efnahagsástand og eftirspurn eftir leiguíbúðum hafa þrýst á fasteignaverð á Akureyri. Fyrir vikið hefur raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þús. kr. hærra á föstu verðlagi en 2006 og 2007. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Brexit rætt í ríkisstjórn

05:30 „Vinnan hefur gengið vel fram til þessa og samskiptin við bresk stjórnvöld eru góð. Það er mikilvægt að vinna þetta örugglega og þétt.“ Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Lagt af stað til mælinga á loðnunni

05:30 Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu frá Reykjavík í gær til mælinga á loðnustofninum.  Meira »

Andlát: Vilhjálmur Grímur Skúlason

05:30 Vilhjálmur Grímur Skúlason, lyfjafræðingur og prófessor emeritus, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar sl. 90 ára að aldri. Meira »

Verða að fresta aðgerðum

05:30 Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða. Meira »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mestallt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...