Handsamaði og hlúir að máttförnum haferni

Síðustu fjórar vikur höfðu Snorri Rafnsson, sem einnig er þekktur sem Vargurinn, og faðir hans fylgst með haferni í nágrenni Ólafsvíkur sem virtist heldur máttfarinn. Nokkrum sinnum hafði Snorri reynt að nálgast fuglinn en aldrei orðið ágengt fyrr en á fimmtudaginn þegar honum tókst að handsama fuglinn.

Um er að ræða fugl á fyrsta ári sem ólíklegt var orðið að kæmist á legg. Hefur hann síðustu daga verið í matarveislu hjá Snorra og meðal annars fengið skarfabringur og lifur, en Snorri er sjálfur atvinnuveiðimaður og býr þar með betur en flestir að allskonar villibráð sem hafernir eru hrifnir af. Þrátt fyrir veiðimennskuna segir Snorri að þegar komi að friðuðum og fágætum fuglum eða dýrum í vanda vilji hann hjálpa þeim og það hafi hann gert í þessu tilfelli sem og fleirum.

Snorri segir að fuglinn hafi verið nokkuð máttfarinn þegar þeir ...
Snorri segir að fuglinn hafi verið nokkuð máttfarinn þegar þeir hafi handsamað hann og hann hafi ekkert reynt að komast í burtu. Síðan hann hafi farið að borða hafi fuglinn aftur á móti braggast nokkuð. Ljósmynd/Snorri Rafnsson

Þúsundir fylgdust með á Snapchat

Snorri er einn af vinsælli samfélagsmiðlastjörnum Íslands, en yfir 12 þúsund manns fylgjast reglulega með innslögum hans á Snapchat. Þar fær folk að fylgjast með honum á veiðum og við annað sem tengist veiðum. Það vakti sérstaka athygli þegar hann og faðir hans náðu haferninum á fimmtudaginn, en meðal annars var tekin mynd af honum þar sem þessi tignarlegi fugl situr á herðum hans með vængina þanda. Fylgjast má með ævintýrum Snorra á Snapchat undir nafninu Vargurinn.

Aðeins 75 varppör á landinu

Hafernir eru nokkuð sjaldgæfir fuglar hér á landi, en þeir hafa verið alfriðaðir í áratugi. Þegar eitrað var fyrir refum hér á árum áður gekk það nokkuð nærri stofninum, en í dag telur hann 75 varppör að sögn Róberts Arnars Stefánsson, forstöðumanns Náttúrustofu Vesturlands.

Fullvaxinn fugl er um 70-90 sentímetra langur og með vænghaf upp á 2-2,4 metra. Vegur fullvaxinn fugl 5 kíló, en karlfuglar eru minni en kvenfuglar.

Róbert, sem er einn helsti hafarnarsérfræðingur landsins, segir í samtali við mbl.is að tvö af hverjum þremur varppörum verpi við Breiðafjörð, en önnur pör sé meðal annars að finna á Vestfjörðum, við Húnaflóa og á nokkrum stöðum á Vesturlandi.

Við lok myndatökunnar klifraði haförninn upp af öxlum Snorra og ...
Við lok myndatökunnar klifraði haförninn upp af öxlum Snorra og læsti klónum í höfuð hans. Þrátt fyrir að um ungan fugl sé að ræða eru þeir strax orðnir mjög sterkir. Ljósmynd/Snorri Rafnsson

Fáir ungar sem komast á legg

Hvert par verpir einu eggi og stundum tveimur. Hann segir varpárangurinn aftur á móti frekar lélegan og að aðeins 25-30 pör komi upp ungum á hverju ári. Ungarnir eru oft á tíðum vel fram á vetur í óðali foreldranna, en Róbert segir að örninn sem Snorri hafi fangað hafi verið kominn nokkuð langt að heiman. Fuglinn hafi verið merktur í Hamarsfirði í vor en hafi nú verið kominn við Ólafsvík. Segir hann fjölda fólks hafa tekið eftir honum undanfarnar vikur og bent á að flugfærni hans væri takmörkuð og að svo virtist vera sem hann hefði misst kraft.

Verður sleppt eða fer í endurhæfingu í Húsdýragarðinum

Í samráði við Náttúrustofuna segir Snorri að á mánudaginn muni dýralæknir kíkja á fuglinn, sem er nú í góðu yfirlæti heima hjá honum. Komi í ljós að hann hafi kraft til að bjarga sér sjálfur að nýju verður honum sleppt en annars gæti hann þurft að fara í Húsdýragarðinn í endurhæfingu.

Einnig má fylgjast með Varginum á Instagram hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...