Íslenskar bækur lækka strax

Bækur munu lækka strax við afnám virðisaukaskatts af þeim.
Bækur munu lækka strax við afnám virðisaukaskatts af þeim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Afnám bókaskattsins mun hafa gríðarlega mikla jákvæða þýðingu fyrir íslenska bókaútgáfu. Þetta er stærsta einstaka aðgerð sem hægt er að ráðast í til þess að koma henni til bjargar.“

Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í Morgunblaðinu í dag. „Að sjálfsögðu er það ekki svo að þessi einstaka aðgerð muni gjörbreyta stöðunni en ég er þó sannfærður um að þetta er langmikilvægasti liðurinn í því að koma í veg fyrir að verr fari,“ segir Egill Örn ennfremur.

Ný ríkisstjórn hyggst afnema 11% virðisaukaskatt á bækur. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá varð 11% samdráttur í bóksölu árið 2016 frá fyrra ári og alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá 2008. Virðisaukaskatturinn var hækkaður úr 7% í 11% árið 2014 og síðan þá hefur bóksala dregist hratt saman. Það er því ekki að undra að bókaútgefendur fagni þessum tíðindum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert