Sambandslaus í Öræfum og óttuðust gos

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/Rax

Ljósleiðari Mílu slitnaði ofan í Bakkakotsá milli Steina undir Eyjafjöllum og Víkur í Mýrdal á Suðurlandi um kl. 18:20 í gærkvöldi. Viðgerðum lauk upp úr hádegi í dag. Nokkrir sveitabæir í Öræfum voru bæði net- og símasambandslausir í allt gærkvöld. Íbúar á Hofsnesi í Öræfum fenga enga tilkynningu um hvað olli þessi og óttuðust um stund að gos væri hafið.   

„Þetta hefur aldrei gerst áður að bæði GSM-samband og netsamband detti út á sama tíma. Við fengum enga tilkynningu um hvað olli þessu. Það er ekki boðlegt og ótrúlegt í ljósi þeirra samræðna sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur vegna yfirvofandi hættu á eldgosi í Öræfajökli og slæmu símasambandi í Öræfum,“ segir Matthildur Þorsteinsdóttir í Hofsnesi í Öræfum.

Gátu hlustað á útvarpið með herkjum

Á bænum er ekki heimasími heldur eingöngu farsímar. GSM samband var mjög óstöðugt þegar það komst aftur á. Matthildur segir fjölskylduna hafa verið rólega í fyrstu yfir þessu en þegar leið á kvöldið fóru þau að velta fyrir sér hvort gos væri hafið í Öræfajökli eða Heklu. Hún náði að hringja í neyðarlínuna 112 og ná SMS sambandi við móður sína til að ganga úr skugga um hvort gos væri nokkuð hafið. Í samtali við neyðarlínuna fékk hún þær upplýsingar að bilun hafi orðið á ljósleiðara.

Í ofan á lag er útvarpssamband slæmt á svæðinu. „Við hjónin fundum gamalt útvarp og gátum hlustaði með herkjum á fréttirnar en útvarpssendingar hafa ávallt verið slæmar á Hofsnesi svo það gekk frekar illa að fylgjast með,“ segir Matthildur og bætir við að útvarpssambandið hafi verið slæmt frá því hún flutti á svæðið fyrir 17 árum. Hún furðar sig á að ekki hafi verið minnst á netsambandsleysi í Öræfum í útvarpinu. Fjölskyldan fór að sofa í gærkvöldi varla með símasamband sem var þó orðið ögn skárra þegar þau vöknuðu í morgun.  

„Það er búið að lofa okkur öllu fögru um að bæta sambandið á svæðinu. Það þarf líka að láta fólk vita ef einhverjar bilanir verða á kerfinu. Það hefur alltaf verið gert hingað til og við látin vita ef við erum ekki í sambandi í einhvern tíma,“ segir Matthildur. Þess má geta að í samtali við mbl.is fyrir hádegi datt símasambandið nokkrum sinnum út á meðan samtalinu stóð. Þau kaupa þjónustu af Vodafone.  

Annarra fjarskiptafyrirtækja að láta notendur vita

„Ljósleiðarinn fór í sundur ofan í ánni sjálfri og þarf að leggja nýjan streng. Miklir vatnavextir í ánni voru gær,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi Mílu. Hún segir að aðstæður hafi verið slæmar í gær, áin bæði vatnsmikil og mikið myrkur og því ekki hægt að gera við leiðarann. Strax í birtingu í morgun var hafist handa við að laga hann.

Sigurrós segir að um leið og vart verður við bilun er tilkynning send til fjölmiðla og öllum þeim fjarskiptafélögum sem kaupa af þeim þjónustu látin vita. Það sé þeirra hlutverk að vera í samskiptum við sína viðskiptavini og upplýsa um stöðu mála en ekki Mílu.   

Hún bendir á að í þessu tilviki hafi verið notast við hina leiðina það er að segja að sambandið hafi verið sent norður fyrir og því hafi þetta ekki komið niður á mörgum notendum.

Uppfært kl. 13:05: 

Viðgerð er lokið á sliti sem varð á Ljósleiðara Mílu á Suðurlandi. Slitið varð í Bakkakotsá og var lagður nýr strengur yfir ána til að gera við slitið.

mbl.is

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...