Sambandslaus í Öræfum og óttuðust gos

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/Rax

Ljósleiðari Mílu slitnaði ofan í Bakkakotsá milli Steina undir Eyjafjöllum og Víkur í Mýrdal á Suðurlandi um kl. 18:20 í gærkvöldi. Viðgerðum lauk upp úr hádegi í dag. Nokkrir sveitabæir í Öræfum voru bæði net- og símasambandslausir í allt gærkvöld. Íbúar á Hofsnesi í Öræfum fenga enga tilkynningu um hvað olli þessi og óttuðust um stund að gos væri hafið.   

„Þetta hefur aldrei gerst áður að bæði GSM-samband og netsamband detti út á sama tíma. Við fengum enga tilkynningu um hvað olli þessu. Það er ekki boðlegt og ótrúlegt í ljósi þeirra samræðna sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur vegna yfirvofandi hættu á eldgosi í Öræfajökli og slæmu símasambandi í Öræfum,“ segir Matthildur Þorsteinsdóttir í Hofsnesi í Öræfum.

Gátu hlustað á útvarpið með herkjum

Á bænum er ekki heimasími heldur eingöngu farsímar. GSM samband var mjög óstöðugt þegar það komst aftur á. Matthildur segir fjölskylduna hafa verið rólega í fyrstu yfir þessu en þegar leið á kvöldið fóru þau að velta fyrir sér hvort gos væri hafið í Öræfajökli eða Heklu. Hún náði að hringja í neyðarlínuna 112 og ná SMS sambandi við móður sína til að ganga úr skugga um hvort gos væri nokkuð hafið. Í samtali við neyðarlínuna fékk hún þær upplýsingar að bilun hafi orðið á ljósleiðara.

Í ofan á lag er útvarpssamband slæmt á svæðinu. „Við hjónin fundum gamalt útvarp og gátum hlustaði með herkjum á fréttirnar en útvarpssendingar hafa ávallt verið slæmar á Hofsnesi svo það gekk frekar illa að fylgjast með,“ segir Matthildur og bætir við að útvarpssambandið hafi verið slæmt frá því hún flutti á svæðið fyrir 17 árum. Hún furðar sig á að ekki hafi verið minnst á netsambandsleysi í Öræfum í útvarpinu. Fjölskyldan fór að sofa í gærkvöldi varla með símasamband sem var þó orðið ögn skárra þegar þau vöknuðu í morgun.  

„Það er búið að lofa okkur öllu fögru um að bæta sambandið á svæðinu. Það þarf líka að láta fólk vita ef einhverjar bilanir verða á kerfinu. Það hefur alltaf verið gert hingað til og við látin vita ef við erum ekki í sambandi í einhvern tíma,“ segir Matthildur. Þess má geta að í samtali við mbl.is fyrir hádegi datt símasambandið nokkrum sinnum út á meðan samtalinu stóð. Þau kaupa þjónustu af Vodafone.  

Annarra fjarskiptafyrirtækja að láta notendur vita

„Ljósleiðarinn fór í sundur ofan í ánni sjálfri og þarf að leggja nýjan streng. Miklir vatnavextir í ánni voru gær,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi Mílu. Hún segir að aðstæður hafi verið slæmar í gær, áin bæði vatnsmikil og mikið myrkur og því ekki hægt að gera við leiðarann. Strax í birtingu í morgun var hafist handa við að laga hann.

Sigurrós segir að um leið og vart verður við bilun er tilkynning send til fjölmiðla og öllum þeim fjarskiptafélögum sem kaupa af þeim þjónustu látin vita. Það sé þeirra hlutverk að vera í samskiptum við sína viðskiptavini og upplýsa um stöðu mála en ekki Mílu.   

Hún bendir á að í þessu tilviki hafi verið notast við hina leiðina það er að segja að sambandið hafi verið sent norður fyrir og því hafi þetta ekki komið niður á mörgum notendum.

Uppfært kl. 13:05: 

Viðgerð er lokið á sliti sem varð á Ljósleiðara Mílu á Suðurlandi. Slitið varð í Bakkakotsá og var lagður nýr strengur yfir ána til að gera við slitið.

mbl.is

Innlent »

Hafís með borgarísjaka færist í austur

15:37 Hafísinn norðvestur af landinu er nú um 35 sjómílur undan Kögri og færist nú heldur í austur. Hann er allþéttur og borgarísjakar eru innan þekjunnar. Meira »

Eitt leyfisbréf þvert á skólastig

14:24 Svokallað kennarafrumvarp var samþykkt á Alþingi í gær en markmið laganna, sem fjalla um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, er að stuðla að sveigjanlegra skólakerfi – nemendum og kennurum til hagsbóta. Meira »

„Mjög villandi málflutningur“

14:08 „Ég vísa henni algjörlega á bug,“ svarar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar mbl.is leitar viðbragða hennar við gagnrýni minnihlutans er snýr að meintum niðurskurði í fjármálaáætlun til þess að mæta breyttum efnahagshorfum. Hún segir málflutning þeirra sem tala um niðurskurð villandi. Meira »

Þróunaraðstoð langt undir markmiði

14:00 Framlög til þróunarsamvinnu verða skorin niður um 1,8 milljarða á árunum 2020-2024 miðað við fyrri tillögur fjármálaráðherra að fjármálaáætlun áranna 2020-2024. Þetta er meðal þess sem finna má í breytingartillögu meirihluta fjármálanefndar að fjármálaáætlun. Meira »

Ráðherrar í helli við Hellu

13:53 Norræna ráðherranefndin hittist í gær á Hellu og ræddi framtíðarsýn norræns samstarfs. Í kjölfarið munu forsætisráðherrar Norðurlandanna fjalla um framtíðarsýni á fundi í ágúst. Meira »

Slasaðist við flug á svifvæng í Búrfelli

13:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt vegna slasaðs manns í norðanverðu Búrfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Maðurinn var að fljúga svifvæng (e. paraglider) og þurfti að nauðlenda honum í fjallinu. Meira »

Stefna á að ljúka störfum í kvöld

13:33 Alþingi samþykkti tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að fundum þingsins verði frestað frá 20. júní eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 28. ágúst. vonir eru um að takist að afgreiða fjármálaáætlun 2020 til 2024 og tæma dagskrá þingsins í kvöld. Meira »

Dæmdur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi

13:24 Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi. Auk þess var manninum gert að greiða dóttur sinni 400.000 krónur í miskabætur. Meira »

Snýst „um mannréttindi“

13:23 „Meginatriðið er að þetta snýst fyrst og fremst um mannréttindi en ekki um íslensku. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að aukið frelsi í þessu hafi neikvæð áhrif á íslenskuna,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sem furðar sig á því að mannanafnafrumvarpið hafi verið fellt á Alþingi í nótt. Meira »

Samlokur fyrir örvhenta

12:28 Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Meira »

Landsrýniskýrsla um heimsmarkmiðin birt

12:26 Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.  Meira »

Framhaldsskólar fá ekki skerðingu

12:12 Framlög til framhaldsskólastigsins hafa hækkað um tæpa fimm milljarða frá árinu 2017 til 2019, eða 15,8%. Sú hækkun mun haldast inni í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 þó að framlög hækki ekki eins og stóð til, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

„Við viljum verja velferðina“

11:59 „Við viljum verja velferðina og fjárfesta í framtíðinni, en ríkisstjórnarflokkarnir eru að gera hvorugt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjármálaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Meira »

Varað við töfum á umferð

11:53 Stefnt er að því að fræsa Nýbýlaveg í kvöld, um það bil 60 metra á báðum akreinum næst gatnamótum við Dalveg. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur. Meira »

Nýir grænir skattar skili 2,5 milljörðum

11:53 Gert er ráð fyrir að nýir grænir skattar verði lagðir á almenna urðun sorps frá heimilum og fyrirtækjum og gjald verði lagt á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem meðal annars er að finna í sumum kæliskápum. Áætlaðar tekjur nema 2,5 milljörðum króna árið 2021, þegar skattarnir verða komnir í gagnið. Meira »

Lögreglan með öryggisvakt í Stjórnarráðinu

11:36 Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst þrjár stöður varðstjóra í nýrri deild sem mun annast öryggisgæslu en auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri mun taka við öryggisvakt í húsnæði æðstu stjórnar ríkisins. Meira »

„Þarf að stoppa í velferðargötin“

11:26 Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til að útgjöld í fjármálaáætlun 2020 til 2024 verði hækkuð um 113 milljarða og tekjur auknar um 115 milljarða miðað við upphaflega tillögu ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Meira »

Býður upp á umbúðalaust grænmeti og ávexti

11:25 SUPER1 hóf í dag sölu á umbúðalausu grænmeti og ávöxtum í verslun sinni að Faxafeni 14. Þetta er tilraunaverkefni og fyrirhugað er að umbreyta grænmetisborðum í öðrum verslunum á sama hátt ef vel gengur. Meira »

Hagnaður Odda 22,9 milljónir

11:20 Hagnaður fiskvinnslu- og útgerðarfélagsins Odda á Patreksfirði dróst verulega saman á síðasta uppgjörsári og nam 22,9 milljónum króna samanborið við 152,7 milljónir ári fyrr. Reikningsár fyrirtækisins stendur frá 1. september ár hvert og til loka ágústmánaðar næstkomandi árs. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...