Fátækt „algjört forgangsmál“

mbl.is/Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
mbl.is/Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Eggert

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að fara vel og vandlega yfir fátækt á Íslandi, sérstaklega fátækt barna.

Hann ætlar að kalla saman breiðan hóp hagsmunaaðila vegna vandamálsins strax í næstu viku, þar á meðal frá Barnaheillum.

„Þetta verður algjört forgangsmál,” sagði Ásmundur Einar í Sprengisandi á Bylgjunni.

Ráðherrann talaði um fleiri mál á dagskrá, þar á meðal hækkun á frítekjumarki aldraðra og aukið jafnrétti. Minntist hann á launamun kynjanna og sagði að takast þurfi á við hann í kjarsasamningaviðræðum við opinbera starfsmenn.

Einnig nefndi hann vinnu við innleiðingu NPA, notendastýrða persónulega aðstoð.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

Hefði viljað sjá konur í meirihluta

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði mikilvægt fyrir forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, að styðja við bakið á stjórnarandstöðunni.

„Það reynir á nú sem aldrei fyrr hvernig forseti þingsins mun sinna sínu starfi,” sagði hún og nefndi að bæta þurfi vinnulagið á Alþingi.

Þorgerður Katrín bætti við að hún hefði viljað sjá konur í meirihluta í nýju ríkisstjórninni. „Þetta tækifæri gafst og það var ekki nýtt.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert