„Öskureið að rifja þetta upp“

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og þingmaður Samfylkingarinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

„Þetta var með ein­dæm­um. Ég veit ekki til þess að aðrir stjórn­mála­menn hafi þurft að sæta öðru eins of­beldi og hún,“ seg­ir Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, vin­kona Stein­unn­ar Valdísar Óskarsdóttir, sem er fyrrverandi borg­ar­stjóri Reykjavíkur og þing­maður, um of­beldið sem Stein­unn varð fyr­ir fyr­ir nokkr­um árum. 

Í sjón­varpsþætt­in­um Silfr­inu á RÚV í dag lýsti Stein­unn of­beld­i sem hún varð fyr­ir í störf­um sín­um sem stjórn­mála­kona. Árið 2010 gerðu karl­menn aðsúg að henni og stóðu fyr­ir utan heim­ili henn­ar í marg­ar vik­ur og kröfðust af­sagn­ar henn­ar. Henni var einnig hótað nauðgun. Þetta var í apríl og Stein­unn sagði af sér þing­mennsku í lok maí sama ár. 

 Frétt mbl.is: „Byrj­un­in á ein­hverju stór­kost­legu“

„Ég er öskureið að rifja þetta upp. Dag­ur­inn hef­ur farið í það. Það var svo öm­ur­legt að horfa upp á þetta. Sér­stak­lega því þetta snerti alla fjöl­skyld­una henn­ar og ung dótt­ir henn­ar þurfti að brjóta sér leið heim til sín fram hjá þess­um mönn­um,“ seg­ir Anna Sigrún. 

Hún bend­ir á að á þess­um tíma hafi sér og fleirum þótt sam­fé­lagið vera hálflamað og sinnu­laust gagn­vart þessu. Lög­regl­an hafi verið kölluð til nokkr­um sinn­um en á þeim tíma vildi Stein­unn síður hafa lög­regl­una mikið við heim­ili sitt, það var nóg samt. Anna Sigrún bend­ir á að fyrst og fremst hafi hún verið að hugsa um fjöl­skyld­u sína og friðhelgi heimilisins. 

Hins veg­ar hafi lög­regl­an komið á svæðið og stuggað við mönn­un­um en þar sem þeir voru ekki leng­ur inni í garðinum hjá henni held­ur töldu sig vera í al­manna­rými hafi lög­regl­an lítið getað aðhafst. „Ein­hvern veg­inn voru bjargráðin ekki mik­il,“ seg­ir Anna Sigrún. 

Steinunn Valdís stendur hér við hlið Katrínar Júlíusdóttur, samflokkskonu sinnar, ...
Steinunn Valdís stendur hér við hlið Katrínar Júlíusdóttur, samflokkskonu sinnar, á þingi árið 2008. mbl.is/Frikki

Einbeittur vilji til að brjóta hana niður 

„Það var ein­beitt­ur vilji þess­ara manna að brjóta hana niður því þetta varði í lang­an tíma, var stöðugt og jaðraði við andlegar pyntingar finnst mér. Þeir voru greini­lega bún­ir að finna sér fórn­ar­lamb og hún átti ekki að sleppa. Þetta var þrúg­andi og hafði niður­brjót­andi áhrif,“ seg­ir hún.

Á þess­um tíma hafi komið hóp­ur kvenna til að standa með Stein­unni og það kom jafnvel til stimp­inga milli þeirra og umsátursmanna. Þegar menn­irn­ir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu kosið að haga sér með þess­um hætti gagn­vart Stein­unni feng­ust þau svör „að hún væri kona sem ætti barn, líklegra að hún léti undan þrýstingi“.  

Anna Sigrún segir að stund­um hafi Steinunn þurft að koma út og taka við drasli sem henni var rétt og ým­is­legt var sett inn um lúg­una á heim­ili henn­ar. „Hún mátti bara sitja und­ir þessu.“

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þáði styrk líkt og aðrir stjórnmálamenn

Uppgefin ástæða fyr­ir há­vær­um kröf­um karl­mann­anna um af­sögn Stein­unn­ar var sú að hún hafði þegið styrk fyr­ir kosn­inga­bar­áttu sína meðal ann­ars frá Baugi auk annarra fyr­ir­tækja. Anna Sigrún bend­ir á að á sama tíma hafi fleiri stjórn­mála­menn einnig þegið styrk frá fyr­ir­tækj­un­um og sá styrk­ur hafi jafnvel verið hærri. 

„Ein­hverra hluta vegna var ákveðið að velja hana úr hópn­um og hrekja hana frá völd­um en ekki hina stjórn­mála­menn­ina,“ seg­ir Anna Sigrún. Hún bend­ir á að ein­hverj­ir hafi for­dæmt þetta op­in­ber­lega en sú gagn­rýni hafi ekki farið hátt í sam­fé­lag­inu.    

„Það vissu allir af þessu. Á þess­um tíma var mik­ill óró­leiki í sam­fé­lag­inu [og] al­menn reiði. Fyr­ir vikið leyfðist fólki að haga sér eins og fá­vit­ar. Maður hefði viljað sjá sterk­ari viðbrögð úr sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Anna Sigrún.

Lítil viðbrögð við hótunum

Stein­unni var einnig hótað nauðgun, það gerði meðal ann­ars Gillzenegger. Stein­unn barðist fyrir því, eins og fleiri á þess­um tíma, að svo­kölluðum kampa­víns­stöðum yrði lokað í borg­inni. Anna Sigrún bend­ir á að þótt umsátrið hafi fengið merkilega litla gagnrýni þá vakti þetta enn síður sterk viðbrögð í sam­fé­lag­inu. Hún furðar sig á því.  

Menn­irn­ir sem stóðu fyr­ir utan heim­ili henn­ar eru nafn­kunn­ir í sam­fé­lag­inu. „Þetta er ekki búið, þetta verður að gera upp,“ seg­ir Anna Sigrún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en björgunarsveitir höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...