„Öskureið að rifja þetta upp“

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og þingmaður Samfylkingarinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

„Þetta var með ein­dæm­um. Ég veit ekki til þess að aðrir stjórn­mála­menn hafi þurft að sæta öðru eins of­beldi og hún,“ seg­ir Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, vin­kona Stein­unn­ar Valdísar Óskarsdóttir, sem er fyrrverandi borg­ar­stjóri Reykjavíkur og þing­maður, um of­beldið sem Stein­unn varð fyr­ir fyr­ir nokkr­um árum. 

Í sjón­varpsþætt­in­um Silfr­inu á RÚV í dag lýsti Stein­unn of­beld­i sem hún varð fyr­ir í störf­um sín­um sem stjórn­mála­kona. Árið 2010 gerðu karl­menn aðsúg að henni og stóðu fyr­ir utan heim­ili henn­ar í marg­ar vik­ur og kröfðust af­sagn­ar henn­ar. Henni var einnig hótað nauðgun. Þetta var í apríl og Stein­unn sagði af sér þing­mennsku í lok maí sama ár. 

„Ég er öskureið að rifja þetta upp. Dag­ur­inn hef­ur farið í það. Það var svo öm­ur­legt að horfa upp á þetta. Sér­stak­lega því þetta snerti alla fjöl­skyld­una henn­ar og ung dótt­ir henn­ar þurfti að brjóta sér leið heim til sín fram hjá þess­um mönn­um,“ seg­ir Anna Sigrún. 

Hún bend­ir á að á þess­um tíma hafi sér og fleirum þótt sam­fé­lagið vera hálflamað og sinnu­laust gagn­vart þessu. Lög­regl­an hafi verið kölluð til nokkr­um sinn­um en á þeim tíma vildi Stein­unn síður hafa lög­regl­una mikið við heim­ili sitt, það var nóg samt. Anna Sigrún bend­ir á að fyrst og fremst hafi hún verið að hugsa um fjöl­skyld­u sína og friðhelgi heimilisins. 

Hins veg­ar hafi lög­regl­an komið á svæðið og stuggað við mönn­un­um en þar sem þeir voru ekki leng­ur inni í garðinum hjá henni held­ur töldu sig vera í al­manna­rými hafi lög­regl­an lítið getað aðhafst. „Ein­hvern veg­inn voru bjargráðin ekki mik­il,“ seg­ir Anna Sigrún. 

Steinunn Valdís stendur hér við hlið Katrínar Júlíusdóttur, samflokkskonu sinnar, …
Steinunn Valdís stendur hér við hlið Katrínar Júlíusdóttur, samflokkskonu sinnar, á þingi árið 2008. mbl.is/Frikki

Einbeittur vilji til að brjóta hana niður 

„Það var ein­beitt­ur vilji þess­ara manna að brjóta hana niður því þetta varði í lang­an tíma, var stöðugt og jaðraði við andlegar pyntingar finnst mér. Þeir voru greini­lega bún­ir að finna sér fórn­ar­lamb og hún átti ekki að sleppa. Þetta var þrúg­andi og hafði niður­brjót­andi áhrif,“ seg­ir hún.

Á þess­um tíma hafi komið hóp­ur kvenna til að standa með Stein­unni og það kom jafnvel til stimp­inga milli þeirra og umsátursmanna. Þegar menn­irn­ir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu kosið að haga sér með þess­um hætti gagn­vart Stein­unni feng­ust þau svör „að hún væri kona sem ætti barn, líklegra að hún léti undan þrýstingi“.  

Anna Sigrún segir að stund­um hafi Steinunn þurft að koma út og taka við drasli sem henni var rétt og ým­is­legt var sett inn um lúg­una á heim­ili henn­ar. „Hún mátti bara sitja und­ir þessu.“

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þáði styrk líkt og aðrir stjórnmálamenn

Uppgefin ástæða fyr­ir há­vær­um kröf­um karl­mann­anna um af­sögn Stein­unn­ar var sú að hún hafði þegið styrk fyr­ir kosn­inga­bar­áttu sína meðal ann­ars frá Baugi auk annarra fyr­ir­tækja. Anna Sigrún bend­ir á að á sama tíma hafi fleiri stjórn­mála­menn einnig þegið styrk frá fyr­ir­tækj­un­um og sá styrk­ur hafi jafnvel verið hærri. 

„Ein­hverra hluta vegna var ákveðið að velja hana úr hópn­um og hrekja hana frá völd­um en ekki hina stjórn­mála­menn­ina,“ seg­ir Anna Sigrún. Hún bend­ir á að ein­hverj­ir hafi for­dæmt þetta op­in­ber­lega en sú gagn­rýni hafi ekki farið hátt í sam­fé­lag­inu.    

„Það vissu allir af þessu. Á þess­um tíma var mik­ill óró­leiki í sam­fé­lag­inu [og] al­menn reiði. Fyr­ir vikið leyfðist fólki að haga sér eins og fá­vit­ar. Maður hefði viljað sjá sterk­ari viðbrögð úr sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Anna Sigrún.

Lítil viðbrögð við hótunum

Stein­unni var einnig hótað nauðgun, það gerði meðal ann­ars Gillzenegger. Stein­unn barðist fyrir því, eins og fleiri á þess­um tíma, að svo­kölluðum kampa­víns­stöðum yrði lokað í borg­inni. Anna Sigrún bend­ir á að þótt umsátrið hafi fengið merkilega litla gagnrýni þá vakti þetta enn síður sterk viðbrögð í sam­fé­lag­inu. Hún furðar sig á því.  

Menn­irn­ir sem stóðu fyr­ir utan heim­ili henn­ar eru nafn­kunn­ir í sam­fé­lag­inu. „Þetta er ekki búið, þetta verður að gera upp,“ seg­ir Anna Sigrún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert