16 tíma bið á bráðadeild „óviðunandi“

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meðalbiðtíminn hjá sjúklingum á bráðadeild eftir því að leggjast inn á sérhæfðar legudeildir Landspítalans var 16 klukkustundir í október. Markmið spítalans er að sjúklingar leggist inn innan sex klukkustunda á legudeildir eftir að hafa lokið sinni bráðameðferð á bráðadeild.

„Við vitum að það er slæmt fyrir sjúklinga. Við vitum að það lengir spítalavistina þeirra og lengir veikindi þeirra. Í sumum tilfellum getur það gert veikindin alvarlegri,” segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, um þessa löngu bið sjúklinga.

Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að bíða í þrjá til fjóra sólarhringa eftir því að komast inn á sérhæfðar legudeildir Landspítalans.  

Þeir sem þurfa að bíða svona lengi eru einkum aldraðir, fjölveikir sjúklingar og sjúklingar sem þurfa að vera í einangrun af einhverjum orsökum.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi.
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Erill og gluggalaus rými 

Jón Magnús segir aðstæðurnar fyrir þá sjúklinga sem þurfi að bíða langtímum saman á bráðadeild ekki viðunandi enda sé deildin ekki hönnuð fyrir slíkt. „Það er stöðugur erill og helmingurinn af rýmunum er gluggalaus. Þetta er alls ekki viðunandi ástand fyrir sjúklingana okkar,” segir hann og vonast til þess að nýja ríkisstjórnin verði í góðu samstarfi við Landspítalann vegna þessa vandamáls og að alvara verði gerð úr því sem standi í stjórnarsáttmálanum.

Sjúkrahúsið á Akranesi.
Sjúkrahúsið á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Aldraðir fluttir til Akraness eða Borgarness

Spurður út í stöðu aldraðra á spítalanum segir hann að á hverjum tíma séu rúmlega eitt hundrað sjúklingar sem hafi lokið sérhæfðri meðferð sem þurfi að komast á dvalar- og hjúkrunarheimili. Af ýmsum ástæðum séu þeir orðnir of veikir eða af öðrum ástæðum ósjálfbjarga og komist ekki heim til sín aftur.

Til að reyna að koma til móts við þetta hefur Landspítalinn opnað 40 rúma rými á Vífilsstöðum. „Það hefur ekki dugað til og þess vegna höfum við gengið til samstarfs við sjúkrahúsið á Akranesi og hjúkrunarheimilið í Borgarnesi um að skjóta skjólshúsi yfir þessa einstaklinga þangað til þeir fá pláss á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu,“ greinir hann frá.

Svandís Svavarsdóttir við er hún tók við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu.
Svandís Svavarsdóttir við er hún tók við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisáðherra komi sterkur inn

Mikið hefur verið fjallað um skort á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða en í stjórnarsáttmálanum er talað um að styrkja rekstrargrundvöll slíkra heimila. Jón Magnús segir vandann með rými á hjúkrunarheimilum vera annað af stóru vandamálum Landspítalans ásamt vaxandi skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

„Við vonumst til að nýr heilbrigðisráðherra komi mjög sterkur inn og vinni með okkur í að leysa úr báðum þessum þáttum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og -barna en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...