Álag á eldsneyti lækkað

Bensíngjaldið kemur til með að lækka.
Bensíngjaldið kemur til með að lækka. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir vinnu við nýtt fjárlagafrumvarp ganga vel. „Við ætlum að setja ákveðið mark bæði á tekju- og gjaldahlið frumvarpsins, auk þess sem unnið er samhliða að nýrri fjármálastefnu til næstu fimm ára,“ segir Bjarni.

Gengið verður frá tillögum nýrrar stjórnar á næsta ríkisstjórnarfundi, sem fram fer á morgun. Bjarni gerir ráð fyrir að fjárlagafrumvarpið sjálft verði svo tilbúið til framlagningar á miðvikudag í næstu viku.

Bjarni vill ekki ræða einstaka þætti fjárlagafrumvarpsins en bendir þó á að álag á eldsneyti verði endurskoðað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert