Getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður

Sobo Anw­ar Has­an, Leo Nasr Mohammed og Nasr Mohammed Rahim.
Sobo Anw­ar Has­an, Leo Nasr Mohammed og Nasr Mohammed Rahim. mbl.is/Árni Sæberg

„Ástandið var slæmt fyrir og maður getur ekki ímyndað sér hvernig það er núna. Þetta er ömurlegt, þetta er hryllingur,“ segir Sema Erla Ser­d­ar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi.

Hjónin Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an voru flutt úr landi snemma á fimmtudagsmorgun, ásamt Leo, 18 mánaða syni sín­um. Þau voru send með flugi til Frankfurt og nú dvelja þau hjá kunningja Nasr en þau komu sér hjá því að vera send í stórar flóttamannabúðir.

„Þau voru í haldi yfirvalda í Þýskalandi í töluverðan tíma eftir að þeim var flogið út. Þaðan átti að vísa þeim í flóttamannabúðir,“ segir Sema en hún telur líklegra en ekki að fólkinu verði vísað til Íran eða Írak frá Þýskalandi. Þau líta á sig sem Kúrda en Nasr er með ír­askt rík­is­fang og Sobo með ír­anskt. Leo er hins­ veg­ar fædd­ur á flótta og því rík­is­fangs­laus.

Nasr sagði í viðtali við mbl.is í október að honum hafi borist líflátshótanir og því óttist fjölskyldan að snúa aftur til heimalanda sinna.

Getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður

„Maður getur ekki ímyndað sér hvernig þeim líður. Þau fóru strax í felur og við vissum að þetta yrði svona. Við vorum búin að reyna að segja yfirvöldum að þetta myndi gerast,“ segir Sema. Hún hefur ekki heyrt í Nasr eða Sobo í dag en heyrði lítillega í þeim í gær.

Hún segir að það hafi verið að vinna í máli fjölskyldunnar þegar henni var vísað brott héðan. Sema bendir á að íslensk yfirvöld hafi ekki fengið staðfestingu á því að þýsk yfirvöld myndu ekki vísa þeim áfram úr landi. 

Reglur brotnar

Þegar Dyflinnarreglugerðin er notuð þarf að senda viðtökuríkinu beiðni um að taka á móti fólkinu, sem þau síðan samþykkja. Þýsk yfirvöld samþykktu það ekki innan gefins tímaramma og það var eins og þögninni væri tekið sem samþykki,“ segir Sema og bætir við að reglan um „non-refou­lement“ hafi mögulega verið brotin.

Samkvæmt henni á ekki að vísa á fólki á brott þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu. „Það var ekki gert og þarna er verið að brjóta alþjóðlega samninga. Þetta er ein af þessum grundvallarreglum. Slík mál hafa endað fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ríki hafa verið dæmd sek. Við förum með þetta eins langt og hægt er.“

Konan handjárnuð og fékk taugaáfall

Sema telur að reglur hafi verið brotnar í fluginu þar sem flogið var með þau úr landi á fimmtudagsmorgun en það var í almennu farþegaflugi til Frankfurt. „Hún var í handjárnum alla ferðina og þau sátu ekki saman. Þau voru inni í vélinni þegar aðrir farþegar koma inn og þegar vélin er í þann mund að leggja af stað held ég að hún fái taugaáfall,“ segir Sema og bætir við að Sobo hafi grátið og algjörlega farið úr jafnvægi.

„Við vissum að þetta myndi gerast og því var reynt að koma í veg fyrir að þau færu í þessa vél. Það var alveg hætta á því að allt myndi fara til helvítis og það gerði það. Allt í einu snarþagnaði hún en við vitum ekki hvernig stendur á því. Hún var meðal annars handjárnuð í ferðinni og fjölskyldan aðskilin og það ætti að stangast á við allar verklagsreglur sem stoðdeild lögreglustjóra og Útlendingastofnun vinna eftir.

mbl.is

Innlent »

16 stiga hiti í dag

06:35 Minnkandi suðvestanátt í dag. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Önnur lægð er væntanleg yfir landið á morgun. Meira »

Lét öllum illum látum

06:27 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan hálftvö í nótt um hávaða og læti úr íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var einn íbúi mjög æstur og hafði skemmt eitthvað af innanstokksmunum. Meira »

Fulltrúar 8 framboða ná kjöri

05:50 Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli í kosningunum á laugardaginn, en þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mælast nú með einn fulltrúa hvor, en Flokkur fólksins engan sem er breyting frá síðustu könnun sem birt var 27. apríl. Meira »

Þurfa ekki að greiða löggæslukostnaðinn

05:30 Lagabreytingar verða ekki gerðar í sumar um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifærisleyfi vegna útihátíða. Meira »

Ekki skylt að skrá leigutekjur

05:30 Sú krafa er ekki gerð til borgarfulltrúa í reglum borgarinnar um hagsmunaskráningu að þeir geti hagsmuna sinna og tekna í tengslum við útleigu fasteigna. Meira »

Borgin hindrar ljós í Kjós

05:30 Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykjavíkurborgar til að fara um land hennar á Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu símstöð. Meira »

Átakafundur í Kópavogi

05:30 Hart var tekist á um sölu á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Áfram vinda- og vætusamt veður

Í gær, 23:14 Engin veðurviðvörun er í gildi fyrir landið næsta sólarhringinn en það er samt sem áður vinda- og vætusamt veður í kortunum. Búast má við sunnanátt, 10-20 metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í kvöld og nótt, hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

„Þetta er bara spennandi verkefni“

Í gær, 22:10 „Ég hef verið að ræða við þá undanfarnar vikur og mánuði og þeir ætla að koma hingað í kringum seinni tvo leiki Íslands á mótinu,“ segir Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við mbl.is en aðstandendur Netflix-þáttaraðarinnar Religion of Sports eru væntanlegir til Íslands í sumar til að taka upp þátt þar sem fjallað verður um Ingólf. Meira »

Dyraverðir kunni galdurinn

Í gær, 21:30 „Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“ Meira »

Tólf felldir út af kjörskránni

Í gær, 21:23 Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í kvöld tólf einstaklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóðskrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Meira »

Málið mjög umfangsmikið

Í gær, 20:33 Málið varðandi meint samkeppnislagabrot Eimskips og Samskipa er mjög umfangsmikið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. Fara hafi þurft í gegnum mikinn fjölda skjala sem skýri þann tíma sem rannsókn málsins hafi tekið. Meira »

Komu ekki landgangi að þotunni

Í gær, 20:03 Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.  Meira »

Telur tíðni banaslysa með því hæsta

Í gær, 19:59 11 manns, mögulega 12, hafa farist af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Tíðni banaslysa í umdæminu er með því hæsta sem gerist á landinu að mati Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Fjöldinn jafngildi því að 120 létust af slysförum í höfuðborginni á ári. Meira »

Barnasáttmáli SÞ innleiddur í Kópavogi

Í gær, 19:58 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Meira »

Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Í gær, 19:35 Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári. Meira »

Tæplega tíu þúsund hafa kosið

Í gær, 19:21 Tæplega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.873. Þá hafa 6.465 kosið hjá embættinu. Meira »

Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall

Í gær, 18:46 Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var bifreiðin á suðurleið en var kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Meira »

Vilja að vegurinn liggi um Teigsskóg

Í gær, 17:53 Mikill meirihluti íbúa Vestfjarða er hlynntur því að nýr vegur í Gufudalssveit verði lagður samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, en hún gerir ráð fyrir að vegurinn liggi að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði. Leiðin hefur verið kölluð Þ-H leið. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
 
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...
Atvinnuauglýsing
Önnur störf
Sérfræðingur í mannauðsmálum ?????? ?...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...