Lögðu hald á peninga, síma og tölvur

Gæsluvarðhald rennur út á morgun.
Gæsluvarðhald rennur út á morgun. mbl.is

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að gæsluvarðhald yfir pari vegna máls sem snýst um milligöngu á vændi hér á landi verður framlengt en varðhaldið rennur út á morgun. Maðurinn er Íslendingur en konan frá Perú en þau voru handtekin 21. nóvember.

„Við erum enn að yfirheyra fólkið,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framhaldið.

Kon­urn­ar þrjár sem grun­ur leik­ur á að hafi verið gerðar út í vændi fóru til síns heima fyrir mánaðamót en þær eru, líkt og konan sem er í varðhaldi, frá Perú. Grímur segir að hluti af rannsókninni snúi að því að átta sig á tengslum þar á milli en segist ekki geta farið nánar út í það.

„Við handlögðum þrjár milljónir króna en hluti af því var það sem konurnar sem eru farnar áttu,“ segir Grímur en lögregla lagði einnig hald á síma og tölvur.

Hann vill að öðru leiti ekki tjá sig um hvað hefur komið fram í yfirheyrslum en segir aðspurður að farið verði í að ræða við grunaða kaupendur fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert