650 milljóna evrulán vegna virkjunar

Glerá á Akureyri.
Glerá á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Fallorku ehf. Lánið er í evrum að jafnvirði 650 milljóna króna. Lánið er tekið til byggingar nýrrar virkjunar í Glerá.

Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar í gær.

Í fundargerð kemur fram að bæjarstjórn skuldbindur sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku/Fallorku til að selja ekki eignarhlut sinn í Fallorku til einkaaðila fram til þess tíma að lánið telst að fullu greitt.

„Fari svo að Akureyrarkaupstaður selji eignarhlut í Fallorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akureyrarkaupstaður sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert