Afi á ferð og flugi í beinni

Ormarr og Nökkvi glaðbeittir í Colosseum-hringleikahúsinu í Róm.
Ormarr og Nökkvi glaðbeittir í Colosseum-hringleikahúsinu í Róm.

Á einu ári hefur Ormarr Snæbjörnsson, rúmlega sjötugur kennari á eftirlaunum, farið til níu borga með fríðu föruneyti sem leggur sig í líma við að stjana við hann og gera honum til hæfis.

Nökkvi Fjalar, sonarsonur Ormars og einn forsprakka Áttunnar, fékk afa sinn til að vera aðalnúmerið í ferðaþáttunum Bucketlistinn hans afa , sem eiga sér fjölda fylgjenda. Listinn hans Ormars er hvergi nærri tæmdur.

Ein skærasta stjarnan á samfélagsmiðlunum þessi dægrin stóð ekki við stóru orðin fyrir tveimur árum þegar hann lýsti því yfir í vitna viðurvist í London að hann færi aldrei aftur til útlanda. Þó er Ormarr Snæbjörnsson grandvar maður og þekktur fyrir að fara ekki með staðlausa stafi. En lái honum hver sem vill. Það er ekki á hverjum degi sem rúmlega sjötugum kennara á eftirlaunum er boðið að ferðast oft á ári til stórborga heims eða landa sem hann óskar sér.

Hann er afinn og sá sem allt hverfist um í þáttunum Bucketlistinn hans afa á snapchat, instagram og öðrum samfélagsmiðlum Áttunnar.

Sjá viðtal við Ormarr og umfjöllun um ferðalög hans í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert