Í haldi vegna tilraunar til manndráps

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 29. desember vegna tilraunar til manndráps.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa þriðjudagskvöldið 3. október ruðst inn í íbúð í Reykjavík og stungið manneskju sem var gestkomandi í íbúðinni í kviðinn með þeim afleiðingum að hún hlaut stungusár neðan við nafla.

Þrír aðrir voru með manninum í för og voru þeir vopnaðir hnífum og brúsum með piparúða.

Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald 7. október vegna árásarinnar. Hann hefur játað að hafa veist að brotaþola með hnífi í íbúðinni.

Í úrskurði héraðsdóms frá því á mánudag kemur fram að brotið geti varðað 10 ára fangelsi eða meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert