Hitametið fellur ekki á þessu ári

Það snjóáði í kuldanum í Reykjavík í nóvember.
Það snjóáði í kuldanum í Reykjavík í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Nú liggur fyrir að árið 2017 verður ekki hið hlýjasta hér á landi síðan mælingar hófust um miðja síðustu öld. Þessi möguleiki var fyrir hendi eftir hlýjan október en kaldur nóvember gerði út um þær vonir.

„Jú, sá möguleiki er fyrir bí, bæði á landsvísu og hér í Reykjavík, en Austfirðir eiga enn fræðilegan möguleika, verði desember sæmilega hlýr,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag.

Eftir hlýjan október bloggaði Trausti að sér sýndist að yrði nóvember og desember samtals 1,3 stigum yfir meðallagi þessara mánaða síðustu tíu árin yrði árið 2017 það hlýjasta á landinu frá upphafi mælinga. „Ekki líklegt – en alveg innan þess mögulega.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert