Ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Noregs

mbl.is/Hjörtur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í tengslum við utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins þar sem meðal annars var rætt um tvíhliða samskipti landanna.

Fram kemur í fréttatilkynningu að einnig hafi verið rætt um áherslur nýrrar ríkisstjórnar Íslands í utanríkismálum, fríverslunarmál, þróun öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi og samstarf innan Atlantshafsbandalagsins.

„Ég er sannfærður um að samskipti Íslands og Noregs munu halda áfram að eflast í tíð þessara ríkisstjórna, enda deilum við sömu sýn þegar það kemur að öryggismálum í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi, sem og sjálfbærri og friðsælli þróun á norðurslóðum,“ er haft eftir Guðlaugi Þór í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert