Skjálftahrina við Siglufjörð

Veðurstofa Íslands

Þrír jarðskjálftar mældust við Siglufjörð í nótt og morgun. Sá stærsti er 3,1 stig en hann reið yfir klukkan 05.25. Upptök hans voru 11 km suðvestur af Siglufirði. Sá fyrsti reið yfir klukkan 02:26 og var 2,8 stig en sá þriðji klukkan 05:33 og var einnig 2,8 stig.

„Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í Fljótum í Skagafirði kl. 05:25 í morgun (6. desember). Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist. Jarðskjálftar verða af og til á þessum slóðum,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert