Fordæmalaus fjölgun

Eitt af nýju hverfunum við ána þar sem mikið er …
Eitt af nýju hverfunum við ána þar sem mikið er byggt núna. mbl.is/​Hari

Hátt í þrjú hundruð nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun í sveitarfélaginu Árborg á árinu og ekkert lát virðist vera á uppbyggingunni.

„Það sem af er þessu ári erum við búin að samþykkja um 380 íbúðir, allt árið í fyrra voru þær 150,“ segir Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar, um íbúaþróunina í Morgunblaðinu í dag.

Íbúum í sveitarfélaginu hefur fjölgað um 523 frá 1. desember 2016 fram til síðustu mánaðamóta. Eru þeir nú 8.967. „Það er stutt í að það verði lóðaskortur hérna ef þessu heldur svona áfram eins og hefur verið,“ segir Bárður. Aðallega er verið að byggja lítil raðhús og parhús úr timbri þó einbýlishús og fjölbýlishús sjáist líka.

Að sögn Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, hefur gengið ágætlega að takast á við fjölgun íbúa sveitarfélagsins. Þó taki það á á vissum sviðum, t.d varðandi leik- og grunnskóla sem nú er unnið við að stækka. Hún á von á því að íbúum muni halda áfram að fjölga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert