NATO á flugskýlið en Bandaríkin borga

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Rax

Kafbátum á sveimi við Ísland hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Eftirlit með þeim hefur aukist samfara því og hefur viðdvöl kafbátaleitarflugvéla Atlantshafsbandalagsins og Bandaríska hersins á Íslandi aukist á síðustu árum. Það sem af er ári hafa vélarnar verið 122 daga að störfum hér á landi en árið 2014 voru þær 21 dag. Árið 2016 voru dagarnir 77 talsins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Bandaríski herinn hyggst breyta flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli svo nýjar og stærri kafbátaleitarvélar, svokallaðar P8 Poseidon, geti rúmast þar. Flugskýlið er í eigu Atlantshafsbandalagsins en Bandaríkin hyggjast fjármagna framkvæmdirnar. Til stendur meðal annars að styrkja gólfið og stækka hurð skýlisins.  

Aukin umsvif hersins ekki á stefnuskránni

„Það er ekkert slíkt á stefnuskránni. Það er alveg skýrt að það þarf að fylgjast með aukinni umferð kafbáta við Ísland. Þetta fer eftir því,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis, spurð hvort Bandaríkjaher hyggist auka umsvif sín hér á landi í ljósi breytinga á flugskýlinu. Hún bendir jafnframt á að það hafi hvorki komið til tals af hálfu íslenskra stjórnvalda né bandarískra að auka frekar umsvif hersins hér á landi.

Hún segir jafnframt að slíkar endurbætur séu í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem tilgreinir að tryggja þurfi að til staðar séu í landinu varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum.

Íslensk stjórnvöld eru vel upplýst um stöðu mála hverju sinni og eru í góðu sambandi við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og bandarísk stjórnvöld, að sögn Urðar spurð nánar um samstarf landanna tveggja. 

Loftrýmisgæslan svipuð milli ára 

Ríki NATO sinna loftrýmisgæslu við Ísland, og slíkri flugsveit geta fylgt á bilinu 70-250 manns sem þá dvelja á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Viðdvöl kafbátaleitarflugvéla ræðst af fyrirliggjandi verkefnum á hverjum tíma og er liðsaflinn mjög breytilegur, eða allt frá 10-300 manns.

Í gildi er varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 og þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland, sem og samkomulag á milli Íslands og Bandaríkjanna frá lok júní á síðasta ári. Í því samkomulagi er formfest aukin viðvera Bandaríkjahers hér á landi, einkum í tengslum við loftrýmisgæslu hér á landi.

Tekið er fram að eðli málsins samkvæmt munu öryggishorfur í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi ráða miklu um umsvif starfsemi Bandaríkjahers, en engar viðræður eiga sér stað við Bandaríkin um annað fyrirkomulag en samið var um á síðasta ári. 

Þess má geta að lítil breyting er á fjölda daga eftirlitsvéla með lofthelgi landsins frá 2014 og það sem af er líðandi ári.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjór á einhverjum leiðum

07:01 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fáeinum fjallvegum og eitthvað um snjóþekju. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi

06:59 Spáð er norðaustlægri átt í dag, strekkingur norðvestantil, annars hægari. Dálítil úrkoma um land allt, rigning með köflum sunnalands en stöku él norðantil. Dálítil snjókoma nyrst á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýast á Suðurlandi. Meira »

Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans

06:48 V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Meira »

Margrét í efsta sæti Á-listans

06:43 Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Meira »

Elliði næði ekki kjöri

05:41 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meira »

Geðrænn vandi og óútskýrð veikindi

05:30 Samkvæmt rannsókn meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, Sturlu Brynjólfssonar, sem tók til 106 einstaklinga sem heimsóttu heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Vesturbæ/Seltjarnarnesi, voru 24,5% af sjúklingunum með svokölluð starfræn einkenni. Meira »

„Fjárhæðir sem skipta máli“

05:30 „Auk þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni er verið að meta aðra kosti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, en tillögur til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða kynntar í sumar. Meira »

Vinnustöðvun er boðuð

05:30 Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins, í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem haldinn var hjá Ríkissáttasemjara í gær lauk án árangurs. Meira »

Bóluefni eru ekki tiltæk

05:30 Ekki er tiltækt í landinu bóluefni gegn lifrarbólgu A og B eins og margir láta sprauta sig með fyrir ferðalög á framandi slóðir. Meira »

Sveitarfélögin taki við

05:30 Best færi á því að forræði sjúkraflutninga yrði að nýju hjá sveitarfélögum líkt og forðum. Þannig yrði tryggt öflugt og samræmt viðbragð á vegum slökkviliðanna. Meira »

Nýju íbúðirnar of dýrar

05:30 Fátt bendir til að skorti á smærri og ódýrari íbúðum miðvæðis á höfuðborgarsvæðinu verði eytt á næstu misserum. Nýjar íbúðir sem eru að koma á markað eru enda of dýrar. Meira »

20 kjarasamningar frá áramótum

05:30 Frá áramótum hefur verið lokið við gerð alls 20 nýrra kjarasamninga, sem samþykktir hafa verið í atkvæðagreiðslum félagsmanna sem þeir ná til. Þetta má lesa út úr yfirliti embættis Ríkissáttasemjara. Meira »

Næturfrost á Norðurlandi

Í gær, 23:54 Það kólnar heldur í veðri næsta sólarhringinn. Von er á norðlægri eða breytileg átt, 5-13 metrum á sekúndu, hvassast vestanlands. Búast má við rigningu með köflum sunnan til en stöku éljum fyrir norðan, einkum inn til landsins. Meira »

Tilkynnt um gasleka

Í gær, 21:44 Tilkynning barst til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á níunda tímanum í kvöld um gasleka í Hagkaupum í Garðabæ. Kom tilkynningin frá öryggisvörðum. Meira »

„Þetta var ekki byrjunin á ofbeldinu“

Í gær, 20:13 „Hann passaði að lemja mig alltaf á stöðum sem voru almennt huldir fötum, axlirnar mínar fengu sérstaka útreið. Ég man það vel þar sem mér var oft illt í öxlunum á þessum tíma.“ Þetta er brot út einni af 52 frásögnum sem konur úr #metoo-hópnum „fjölskyldutengsl“ hafa sent frá sér. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Bílvelta varð á Bústaðavegi á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um minni háttar atvik að ræða og komst bílstjórinn út úr bílnum án aðstoðar. Meira »

Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari

Í gær, 20:30 Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira. Meira »

Sumarvegir flestir ófærir

Í gær, 19:49 Vegir eru víðast hvar greiðfærir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Norðaustur- og Austurlandi eru hálkublettir eða krap á fáeinum fjallvegum. Meira »
Til sölu Mazda MPV
Árg. 2005, ekinn 73.323 mílur bremsur þarfnast smá viðgerðar Tilboð Uppl. í sí...
Kínverskur antik skápur
Mjög glæsilegur kínverskur antik skápur til sölu. Hæð 2.20 Breidd 1.50 Þykkt ...
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Til leigu nýtt 295 fm atvinnuhúsnæði
Til leigu
Til leigu NÝTT 295 fm atvinnuhúsnæði ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl. 9 og f...
Skipulagsaugl
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveit...
Bílaleiga til sölu
Fyrirtæki
Til sölu bílaleiga Sem sérhæfir sig í...