Nýtir það sem náttúran gefur

Litla listræna fjölskyldan. Níels, Rósa og Aja við hillu sem …
Litla listræna fjölskyldan. Níels, Rósa og Aja við hillu sem Níels bjó til. Vatnslitamyndirnar eru eftir Aju.

Aja ætlaði að skreppa til Íslands í einn mánuð fyrir nokkrum árum, en örlögin gripu í taumana og hún er hér enn. Hún kann vel að meta nálægðina við náttúruna á Íslandi og sækir þangað efniðvið í skart.

„Þegar ég kom til Íslands leið mér eins og ég væri komin heim. Það á afar vel við mig að vera í svona mikilli nálægð við náttúruna. Ég ólst upp í Óðinsvéum í Danmörku sem er þéttbýli, og til að komast þar út í náttúruna þurfti ég að fara á bíl eða í lest, gera mér ferð. En hér heima á Íslandi geng ég út frá heimili mínu í stutta stund og er þá komin út í friðsæla náttúru. Það er yndislegt og skiptir mig miklu máli,“ segir Aja Jensen, dönsk ung kona sem ætlaði að vera aðeins í einn mánuð í starfsnámi á Íslandi, en hún er hér enn, nokkrum árum síðar. Hún er búin að koma sér vel fyrir í Reykholti í Biskupstungum með íslenska kærastanum sínum og saman hafa þau eignast litla stúlku.

Aja lærði Skogteknik í Danmörku og þegar hún fékk tækifæri til að fara til Íslands í verklega hluta námsins í einn mánuð, þá sló hún til.

Sjá viðtal við Öju Jensen í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert