Sjaldan greitt fyrir símtöl

Ríkið niðurgreiðir ekki gjald sem læknar innheimta fyrir símaþjónustu.
Ríkið niðurgreiðir ekki gjald sem læknar innheimta fyrir símaþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það heyrir til undantekninga að sérfræðilæknar innheimti gjald fyrir þjónstu sem þeir veita sjúklingum í gegn um síma eða með rafrænum samskiptum.

Sem dæmi má nefna að aðeins einn af 56 læknum sem hafa stofur hjá Læknasetrinu í Mjódd innheimtir gjald fyrir fjarþjónustu.

Heimild um að innheimta gjald fyrir fjarþjónustu og rafræn samskipti var tekin upp í samningum Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands í lok árs 2013. Í reglugerð kemur fram að sjúklingurinn sjálfur skuli greiða gjaldið án niðurgreiðslu ríkisins.

Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, lítur á þessa heimild sem viðurkenningu á þjónustu sem sérfræðilæknar eru að veita sjúklingum. Telur hann algengt að þegar læknar hafi lokið viðtölum dagsins bíði þeirra 10 til 20 beiðnir um að hringja til sjúklinga og reyni þeir að sinna því eftir bestu getu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert