ÚTL ekki í bráðum vanda

Flest er flóttafólkið að Arnarholti á Kjalarnesi.
Flest er flóttafólkið að Arnarholti á Kjalarnesi. mbl.is/Árni Sæberg

„Nei, en það er hins vegar ýmislegt í skoðun. Við erum ekki í bráðum vanda sem stendur, okkur hefur tekist að sinna þessu vel til þessa,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar (ÚTL), í Morgunblaðinu í dag.

Stofnunin hefur ekki fundið annað húsnæði til að hýsa þá hælisleitendur sem gista áttu í fyrirhuguðu gistiskýli við Bíldshöfða 18 í Reykjavík. Stóð þar til að hýsa 70 manns, en nýlegt lögbann sýslumanns kom í veg fyrir þau áform.

Um síðastliðin mánaðamót voru alls um 270 hælisleitendur í þjónustu hjá sveitarfélögunum Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði og um 250 hjá Útlendingastofnun. Stærstu búsetuúrræði Útlendingastofnunar eru í Arnarholti á Kjalarnesi, í Bæjarhrauni 16 og 4 í Reykjavík, Norðurhellu í Hafnarfirði og hótelinu Airport Inn í Keflavík auk tveggja minni húsa í Reykjavík, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert