„Var valin vegna þess að ég er kona“

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segist hafa glímt ...
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segist hafa glímt við ansi margar árásir í gegnum árin en sýruárás á heimili hennar árið 2009 hafi verið sú svæsnasta. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Lögregla og önnur yfirvöld brugðust þegar sýruárás var gerð á heimili Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi. Það er hennar mat á atburðunum sem áttu sér stað sumarið 2009. Þá segir hún að árásin hafi beinst gegn henni vegna kyns hennar.   

Rannveig rifjaði upp árásina og eftirmála hennar í viðtali í Kastljósi á Rúv í kvöld.

„Þetta var í ágústmánuði 2009 og við vorum í sumarfríi öll fjölskyldan og vorum heima. Við förum niður og sjáum að það er búið að setja mikið af grænni málningu á húsið og innganginn og það stóð: hér býr illvirki. Þetta var málað á veggina og sérstaklega undir gluggana þar sem börnin sváfu. Þannig að svolítið eins og það væri búið að stúdera húsið,“ sagði Rannveig.

Fékk sár í andlitið vegna sýrunnar

Rannveig fann skrýtna lykt fyrir utan heimilið en gerði sér ekki grein fyrir í fyrstu að sýru hafði verið skvett yfir bíl hennar. „Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás.“

Rannveig sagði að það hafi verið auðséð að árásin beindist gegn henni. „Það sáu það allir í áliðnaðinum að ég var valin vegna þess að ég er kona. [...] ég var eina konan sem stýrði álfyrirtæki og þess vegna varð ég sjálfsagt fyrir valinu.“

Rannveig kærði árásina en málið var fellt niður í tvígang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í Kastljósi, tókst ekki að afla nægra sönnunargagna til að sýna fram á hverjir voru að verki á heimili Rannveigar og því var málið látið niður falla.

Skrýtið að árásin hafi ekki verið tekin alvarlega

Þegar hún lítur til baka segir hún að almennur ótti hafi verið í þjóðfélaginu á þessum tíma. „Það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega. Mér fannst mjög merkilegt að það var stór samkoma hér nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum, en það skyldi enginn mótmæla þegar slík árás var gerð hér.“

Rannveig segist hafa glímt við ansi margar árásir í gegnum árin en sýruárásin hafi verið sú svæsnasta. „Þetta var mjög óvænt og mikið högg. Það var gasalegt að eiga við þetta eftir á, gagnvart fjölskyldunni, vinum og nágrönnum.“

Áfallið sem Rannveig upplifði tengdist einnig viðbrögðunum, eða skorti á þeim, eftir árásina. „Þetta var mikið áfall og áfall að sjá að það var enginn sem stóð upp og stöðvaði þetta eða gerði aðgerðir í að finna út hvernig þetta gat gerst og tók á því. Það fannst mér líka vera talsvert áfall.“

Rannveig telur að mikilvægt sé að þjóðfélagið sammælist um að árásir líkt og hún varð fyrir verði ekki liðnar. „Við sem þjóðfélag ættum að reyna að sameinast um það að það er ekki í lagi að beita árásum eða sýru, eða að fara heim til fólks. Það ætti að vera grundvallarsamkomulag í þjóðfélaginu að svona ætti ekki að vera liðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær eru íþróttir æfðar of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...