Hálka í öllum landshlutum

Hálka er víða á vegum landsins.
Hálka er víða á vegum landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gera má ráð fyrir hæglætisveðri í flestum landshlutum á morgun. Spáð er norðlægri átt, 3-8 metrum á sekúndu, en 8-15 metrum á sekúndu austast á landinu.

Von er á lítils háttar éljum norðaustan til, en bjart verður í öðrum landshlutum.

Frost verður á bilinu 3 til 13 stig. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálka er víða á vegum landsins.

Á Suður- og Vesturlandi eru vegir víða greiðfærir en þó er eitthvað um hálku eða hálkubletti. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum  á Norðurlandi. Þá er Dettifossvegur lokaður.

Frétt mbl.is: Dettifossvegur er lokaður

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og hálkublettir og ófært er á Öxi. Þá er einnig hálka eða hálkublettir með suðausturströndinni.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert