„Tíminn er ekki með okkur“

Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu (lengst t.v.), segir mestu möguleikana ...
Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu (lengst t.v.), segir mestu möguleikana til að draga úr losun vera í samgöngum. mbl.is/​Hari

Koltvísýringur í andrúmslofti heldur áfram að aukast og hlutfall hans í hafinu eykst líka með tilheyrandi aukningu á súrnun sjávar. Meðalhitastig hækkar líka, yfirborð sjávar hækkaði um 19 sentimetra á síðustu öld, ís á landi hefur minnkað um 286 gígatonn og ís á Norðurpólnum minnkar um 13% á ári, auk þess sem fimmta hitametið á þessari öld var slegið í fyrra.

Þessar svörtu tölur komu fram í máli Stefáns Einarssonar, sérfræðings hjá umhverfisráðuneytinu, á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um sem hald­inn var í Hörpu í morg­un. 

„Þetta er áhyggjuefni og tíminn er ekki með okkur,“ sagði Stefán, sem fór yfir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum í kynningu sinni. Súrnun hafsins feli m.a. í sér að stærri og stærri svæði verði undirmettuð með tilliti til kalks, sem feli í sér að kalkmyndandi lífverur eigi erfiðara og erfiðara með að mynda kalk auk þess að ógna undirstöðulífverum. „Þetta er ógnvekjandi tilraun sem við erum að gera,“ bætti hann við.

Gestir á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um ...
Gestir á fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um nýj­ung­ar í lofts­lags­mál­um sem hald­inn var í Hörpu í morg­un. mbl.is/​Hari

Losun vegna samgangna hefur aukist

Ísland eigi líka erfitt með að standast skuldbindingar sínar í loftslagsmálum eins og staðan er í dag. „Losun frá stóriðju í landinu var að aukast frá 1990 fram til ársins 2009, en hefur gengið niður síðan.“ Losun utan viðskiptakerfisins, þ.e. sá hluti losunar sem tilheyrir ekki sameiginlegum samningum EES-ríkja, hafi náð hámarki 2007 og farið svo að ganga niður eftir hrun. „Sú þróun hefur hins vegar staðnað hin síðari ár og hefur raunar aukist eilítið aftur að undanförnu,“ sagði Stefán.

Um 33% af losun utan viðskiptakerfisins eru síðan að sögn Stefáns til komin vegna samgangna, 24% vegna landbúnaðar, 18% vegna fiskveiða, 9% vegna úrgangs, 7% vegna jarðhita, 4% vegna byggingariðnaðar og 5% eru af öðrum orsökum.

„Losun vegna fiskveiða hefur minnkað. Losun vegna samgangna hefur hins vegar aukist og hún hefur staðið í stað í landbúnaði,“ sagði Stefán. „Ef við horfum á stóru stykkin í þessari köku þá sjáum við hvar er mest að hafa og það er í þessum stóru geirum. Við þurfum þó engu að síður að ná árangri á öllum þessum sviðum og kannski má segja að það sé visst tilefni til bjartsýni í því að við getum gert svo miklu betur.“

mbl.is

Innlent »

Samherji keypti í Eimskip

18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Ástandið versnað hraðar en búist var við

17:05 Forstjóri Landspítalans segir ástandið á spítalanum hafa versnað hraðar en búist hefði verið við og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að loka meðgöngu- og sængurkvennadeild og hætta með 12 vikna sónar, muni ekki duga lengi. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

16:55 Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

15:55 Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

15:50 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Krefur Steingrím um skýr svör

15:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn, vegna ávarps Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundi Alþingis á Þingvöllum í gær. Meira »

Loka meðgöngu- og sængurlegudeild

15:35 Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað á morgun og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu í kjölfar uppsagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Meira »

Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram

15:23 „Það er mjög alvarlegt ef fulltrúi ljósmæðra túlkar hugmynd ríkissáttasemjara með þeim hætti að það sé ekkert í henni annað en gamli samningurinn,“ segir Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Skammgóður vermir

15:15 Duglega hefur sést til sólar á suðvesturhorninu í dag. Blíðan er þó skammgóður vermir að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands því strax í fyrramálið verður farið að rigna á suðvesturhorninu og engin sól í kortunum næstu daga. Meira »

Keilir opnar starfsstöð á Spáni

14:49 Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir utan Barcelona á Spáni og er Keilir, að fram kemur í fréttatilkynningu, þar með fyrsti flugskóli landsins til að halda úti verklegu flugnámi í tveimur löndum. Er þetta sagt gert „til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring.“ Meira »

Aðeins einn af 19 umsækjendum í viðtal

14:45 Valtýr Valtýsson hefur verið ráðinn í embætti sveitarstjóra Ásahrepps, en hann hefur áður gegnt embætti sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Ekki virðist hafa ríkt fullkomin sátt í hreppsnefndinni um ráðningaferlið og gerði minnihlutinn athugasemd við að aðeins einn af 19 væri boðaður í viðtal. Meira »

Kostnaður er áætlaður 55 milljarðar króna

14:15 Áætluð verklok vegna nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut eru árið 2024 og heildarkostnaður er áætlaður tæpir 55 milljarðar króna, án virðisaukaskatts. Meira »

„Staðan er kolsvört“

14:02 „Það er ekkert á borðinu,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fundi þeirra hjá ríkissáttasemjara lauk rétt í þessu. „Það verður ekki skrifað undir í dag og það hefur ekki verið boðað til nýs fundar.“ Meira »

Sagðist hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni

13:51 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Brotin áttu sér stað á árabilinu frá 2010 til 2014. Meira »

Fundi samninganefndanna lokið

13:42 Fundi samninganefnda ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10:30 er lokið. Báðar samn­inga­nefnd­ir gáfu það út fyr­ir fund­inn að þær hefðu ekki lagt fram nýj­ar til­lög­ur. Meira »

Gagnrýnin „fáránleg og til skammar“

13:25 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 að gagnrýni þingmanna vegna veru hennar á hátíðarfundi á Þingvöllum í gær sé fáránleg. Hún hafi hins vegar ekki tekið eftir mótmælum og notið dvalarinnar á Íslandi. Meira »

Sjálfsagt að bjóða Kjærsgaard

13:21 Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans, Piu Kjærsgaard, hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin á Þingvöllum í gær þegar hátíðarfundur var haldinn í tilefnis þess að þá voru 100 ár liðin frá und­ir­rit­un sam­bands­samn­ings um full­veldi Íslands, sem tók svo gildi 1. des­em­ber 1918. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Citroen C8 2006 Tilboð
Þessi er einstaklega vel með farinn og alla tíð vel viðhaldið. Þetta er frábær 7...