Enginn í hættu vegna brunans

Tugir slökkviliðs-, lögreglu- og björgunarsveitarmanna eru nú að störfum við …
Tugir slökkviliðs-, lögreglu- og björgunarsveitarmanna eru nú að störfum við höfnina á Ísafirði þar sem eldur kom upp í húsnæði Skipaþjónustu HG um klukkan ellefu í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Allt tiltækt slökkvilið Ísafjarðabæjar, lögreglumenn og björgunarsveitarmenn, vinna nú að því að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í hús­næði Skipaþjón­ustu HG á Árna­götu 3 upp úr klukk­an ell­efu í kvöld.  Um er að ræða nokkra tugi manns. 

Frétt mbl.is: Eldsvoði við höfnina á Ísafirði

Slökkvistarf er yfirstandandi en tilkynning um eldinn barst á tólfta tímanum samkvæmt upplýsingum frá lögreglufulltrúa á Ísafirði sem mbl.is ræddi við. 

„Það er enginn í hættu, þetta er fjarri íbúabyggð,“ segir lögreglufulltrúi á vakt. 

Ómögulegt er að segja til um hversu langan tíma slökkvistarfið mun taka. Mikinn reyk leggur yfir svæðið sem berst inn fjörðinn og hvetur lögreglan íbúa til að loka gluggum og hækka í ofnum til að forðast að fá reyk inn í íbúðir sínar. 

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, birti mynd af eldsvoðanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir einfaldlega: „Ljótt að sjá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert