Hér um bil skotinn í tvennt

Magnús Ágústsson.
Magnús Ágústsson. mbl.is/RAX

Hann var að ganga til kinda suður á Bieringstanga á Vatnsleysuströnd, stálpaður unglingur, þegar hann sá flugvél koma yfir býlið sitt, Halakot, lækka flugið og taka stefnuna beint á sig. Vélin nálgaðist hratt og hann sá ekki annan kost í stöðunni en að henda sér flötum á klöppinni, annars hefði vélin mögulega feykt honum um koll. Þá byrjuðu vélbyssurnar að gelta og kúlurnar komu niður í tveggja til þriggja metra fjarlægð frá honum. Klöppin hreinlega logaði. Að því búnu hækkaði vélin flugið á ný og hvarf til lendingar í Keflavík.

Meira en 75 ár eru liðin frá þessum ótrúlega atburði en Magnús Ágústsson veit enn ekki hvað henni gekk til, áhöfn bresku orrustuflugvélarinnar, þennan góðviðrisdag í seinni heimsstyrjöldinni, og fær svarið eflaust ekki úr þessu.

„Ég veit ekki hvort þeir ætluðu að hræða mig eða drepa, hvort þetta var leikur eða alvara. Ég sé þetta enn í huga mér, eldrákina á klöppinni,“ rifjar Magnús upp, öllum þessum árum síðar. „Hitt veit ég þó að hefði rákin farið eftir mér hefði ég farið í tvennt. Þetta hef ég komist næst því að verða tveir!“

Magnús, sem orðinn er 95 ára, horfir stoltur um öxl – yfir lífshlaupið. „Ég hef lifað viðburðaríku og miklu lífi. Það hafa orðið ótrúlegar breytingar á íslensku samfélagi og heiminum öllum. Svo miklar raunar að maður finnur helst ekkert sem til er í dag sem þótti sjálfsagt þegar ég var ungur.“ 

Hann hefur alla tíð búið á Vatnsleysuströnd og fyrr á þessu ári var hann gerður að heiðursborgara í sveitarfélaginu Vogum, ásamt fermingarsystur sinni, Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur. Þau eru jafnframt elstu íbúar sveitarfélagsins. Vegtylluna hlaut Magnús fyrir framlag sitt til atvinnuuppbyggingar, þátttöku í sveitarstjórn sem og fyrir framlag sitt til mannlífs og menningar. Þess má geta að Magnús er einnig heiðursfélagi Laugardalsættarinnar. 

Búandi að ríkum samanburði er Magnús um margt heillaður af því sem hann sér úti í samfélaginu árið 2017. „Það er stórkostlega gaman að búa á Íslandi í dag, ef við kunnum að meta það, ekki síst fyrir unga fólkið. Nú á tímum geta allir notið menntunar. Ég var ekki nema fjögur ár í skóla, annað var ekki í boði, en í dag fara börn nýfædd í leikskóla. Og ekki eru tækifærin síðri þegar kemur að því að velja sér vinnu. Fyrir þetta eigum við að vera þakklát.“

Honum þykir undarlegt þegar talað er um fátækt í samtímanum. „Ég vil svo sem ekki gera lítið úr því en fátækt á Íslandi í dag er ekki sama og fátækt þegar ég var að vaxa úr grasi. Við eigum að lofa Guð hátt og í hljóði fyrir að búa í þessu góða og hreina landi. Hér er nóg af vinnu og heilbrigðiskerfið er gott.“

Það hefur Magnús reynt á eigin skinni. „Ég hef verið að glíma við krabbamein í andliti í rúman áratug og hef ekkert nema afskaplega gott um íslenska heilbrigðiskerfið að segja. Ég hef verið hjá Hannesi Hjartarsyni lækni og notið feikilega góðrar þjónustu. Við gleymum því stundum að þetta er ekki sjálfgefið.“

Nánar er rætt við Magnús í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgt með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Engin vísbending um E-coli

16:03 Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag. Meira »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Umferðaröngþveiti á Mosfellsheiði

15:04 Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar. Meira »

„Tónninn jákvæðari“ í kjaradeilu kennara

14:55 „Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Meira »

Sáum strax að flugstöðin er sprungin

14:33 Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. Meira »

Mikið vatn soðið og flöskum dreift

15:01 „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjartadeildar Landspítalans, um ástandið sem myndaðist eftir að starfsfólk spítalans var beðið um að sjóða allt neysluvatn á spítalanum. Meira »

Óvissustig vegna snjóflóða í gildi

14:39 Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn þá lokaður vegna snjóflóðahættu og ekki útlit fyrir að hægt verði að opna hann í bráð. Meira »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...