Hér um bil skotinn í tvennt

Magnús Ágústsson.
Magnús Ágústsson. mbl.is/RAX

Hann var að ganga til kinda suður á Bieringstanga á Vatnsleysuströnd, stálpaður unglingur, þegar hann sá flugvél koma yfir býlið sitt, Halakot, lækka flugið og taka stefnuna beint á sig. Vélin nálgaðist hratt og hann sá ekki annan kost í stöðunni en að henda sér flötum á klöppinni, annars hefði vélin mögulega feykt honum um koll. Þá byrjuðu vélbyssurnar að gelta og kúlurnar komu niður í tveggja til þriggja metra fjarlægð frá honum. Klöppin hreinlega logaði. Að því búnu hækkaði vélin flugið á ný og hvarf til lendingar í Keflavík.

Meira en 75 ár eru liðin frá þessum ótrúlega atburði en Magnús Ágústsson veit enn ekki hvað henni gekk til, áhöfn bresku orrustuflugvélarinnar, þennan góðviðrisdag í seinni heimsstyrjöldinni, og fær svarið eflaust ekki úr þessu.

„Ég veit ekki hvort þeir ætluðu að hræða mig eða drepa, hvort þetta var leikur eða alvara. Ég sé þetta enn í huga mér, eldrákina á klöppinni,“ rifjar Magnús upp, öllum þessum árum síðar. „Hitt veit ég þó að hefði rákin farið eftir mér hefði ég farið í tvennt. Þetta hef ég komist næst því að verða tveir!“

Magnús, sem orðinn er 95 ára, horfir stoltur um öxl – yfir lífshlaupið. „Ég hef lifað viðburðaríku og miklu lífi. Það hafa orðið ótrúlegar breytingar á íslensku samfélagi og heiminum öllum. Svo miklar raunar að maður finnur helst ekkert sem til er í dag sem þótti sjálfsagt þegar ég var ungur.“ 

Hann hefur alla tíð búið á Vatnsleysuströnd og fyrr á þessu ári var hann gerður að heiðursborgara í sveitarfélaginu Vogum, ásamt fermingarsystur sinni, Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur. Þau eru jafnframt elstu íbúar sveitarfélagsins. Vegtylluna hlaut Magnús fyrir framlag sitt til atvinnuuppbyggingar, þátttöku í sveitarstjórn sem og fyrir framlag sitt til mannlífs og menningar. Þess má geta að Magnús er einnig heiðursfélagi Laugardalsættarinnar. 

Búandi að ríkum samanburði er Magnús um margt heillaður af því sem hann sér úti í samfélaginu árið 2017. „Það er stórkostlega gaman að búa á Íslandi í dag, ef við kunnum að meta það, ekki síst fyrir unga fólkið. Nú á tímum geta allir notið menntunar. Ég var ekki nema fjögur ár í skóla, annað var ekki í boði, en í dag fara börn nýfædd í leikskóla. Og ekki eru tækifærin síðri þegar kemur að því að velja sér vinnu. Fyrir þetta eigum við að vera þakklát.“

Honum þykir undarlegt þegar talað er um fátækt í samtímanum. „Ég vil svo sem ekki gera lítið úr því en fátækt á Íslandi í dag er ekki sama og fátækt þegar ég var að vaxa úr grasi. Við eigum að lofa Guð hátt og í hljóði fyrir að búa í þessu góða og hreina landi. Hér er nóg af vinnu og heilbrigðiskerfið er gott.“

Það hefur Magnús reynt á eigin skinni. „Ég hef verið að glíma við krabbamein í andliti í rúman áratug og hef ekkert nema afskaplega gott um íslenska heilbrigðiskerfið að segja. Ég hef verið hjá Hannesi Hjartarsyni lækni og notið feikilega góðrar þjónustu. Við gleymum því stundum að þetta er ekki sjálfgefið.“

Nánar er rætt við Magnús í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »

Útlitið jákvætt eftir fundina

05:30 Ljósmæður funduðu á Akureyri í hádeginu í gær og á Landspítalanum í gærkvöldi þar sem hinn nýi samningur var kynntur, en rafræn kosning um samninginn hefst á hádegi og lýkur á hádegi á miðvikudag. Meira »

Vissu ekki af veikindum Dags

05:30 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn fréttu fyrst af veikindum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun, en þar er greint frá því að Dagur glími við sjaldgæfan gigtarsjúkdóm. Meira »

Fundu mannvistarleifar frá landnámi

05:30 Mannvistarlög frá landnámsöld og fram á 14. öld hafa fundist við Mosfell í Mosfellsdal og þykja þau geta varpað góðu ljósi á sögu miðalda á svæðinu. Meira »

Endurfundir Ellýjar og Vilhjálms

Í gær, 21:35 Þar sem blaðamaður hringir dyrabjöllunni á húsi í Garðabænum til að hitta þau Ellý og Vilhjálm hugsar hann með sér að þetta með nöfnin sé svolítið skemmtileg tilviljun og á þar við vegna systkinanna og söngvaranna Ellýjar og Vilhjálms heitinna, Vilhjálmsbarna. Meira »

Minntust fórnarlambanna 77

Í gær, 20:51 Sjö ár eru í dag liðin frá hryðjuverkum Anders Breivik í Noregi. Ungir jafnaðarmenn minntust fórnarlambanna 77 með minningarathöfn við Norræna húsið. Meira »

Miðlunartillaga kynnt ljósmæðrum

Í gær, 20:16 Samninganefnd ljósmæðra fundar nú með félagsmönnum á Landspítala og kynnir þeim miðlunartillöguna sem ríkissáttasemjari lagði til í gær. Meira »

Mosfellsdalur á altari ferðamennskunnar

Í gær, 20:15 „Dalurinn er orðinn að einhverri hraðbraut án þess að við íbúar höfum nokkuð um það að segja,“ segir Guðný Halldórsdóttir leikstjóri og íbúi í Mosfellsdal. Um dalinn liggur Þingvallavegur, sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og aðra ferðamannastaði. Meira »

Ást og friður á LungA

Í gær, 19:35 Listahátíðin LungA, listahátíð ungs fólks, fór fram á Seyðisfirði síðastliðna viku og lauk henni í gær. Þangað lögðu listunnendur leið sína og gekk hátíðin vonum framar að sögn skipuleggjenda. Þó svo að flestir séu þreyttir í lok vikunnar snýr fólk til síns heima fullt af kærleik og innblæstri. Meira »

Yfir 23.000 miðar seldir

Í gær, 19:12 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir 26.900 áhorfendum á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld, er bandaríska rokksveitin Guns N‘ Roses stígur þar á svið. Fleiri verða tónleikagestir ekki. Meira »

Barátta fyrir lífsgæðum

Í gær, 18:40 Brynhildur Lára er 9 ára stúlka sem er búsett í Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún greindist með taugatrefjaæxlager, sjúkdóminn NF1, þegar hún var innan við árs gömul. Sjúkdómurinn hefur valdið skemmdum á taugum hennar, sem hafa m.a. leitt til þess að í dag er hún alblind. Meira »

Ekki ráðlegt að spyrja Grikki til vegar

Í gær, 18:00 Hjónin Magnús A. Sigurðsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Meira »

„Kristján kveður og Kristján heilsar“

Í gær, 17:35 Skálholtshátíð fór fram um helgina og var dagskráin fjölbreytt. Í dag fór fram biskupsvígsla, en þá vígði Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju. Meira »

Þreytt á hraðakstri í Mosfellsdal

Í gær, 17:10 Íbúasamtökin í Mosfellsdal hafa árum saman kallað eftir umbótum á veginum sem tengir höfuðborgina við Þingvelli og liggur í gegnum Mosfellsdalinn. Þau vilja hraðamyndavélar og bann við framúrakstri en segja að erfiðlega gangi að ná eyrum ráðamanna. Meira »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

Í gær, 16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »